Skírnir - 01.04.2003, Síða 172
166
SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
byggð á frjálsu vali. 5 Hér skal ekki lagt mat á þetta, en hins vegar
er ljóst að erlendir nektardansarar sem hér starfa koma oftast frá
svæðum þar sem átök hafa átt sér stað, eða stjórnarfarsbreytingar
hafa orðið, og þar sem ríkir efnahagsleg neyð.
Nektardansarar komu framan af frá suðlægum löndum til
norðlægra, t.d. frá Asíu til Evrópu. Eftir lok kalda stríðsins komu
þeir í auknum mæli frá löndum Austur-Evrópu.6 Þar sem efna-
hagsástand er bágborið getur vændi oft verið eini tekjumöguleiki
kvenna og líkaminn þeirra eina tekjulind. Eftirspurnin eftir kyn-
lífsþjónustu á Vesturlöndum hefur á sama tíma aukist. Skipulögð
starfsemi til að ná í fólk til að stunda kynlífsþjónustu hefur blásið
út. Aðstæður hafa því skapað nýja tegund vændis sem byggir á
mansali eða verslun með fólk. Mansal hefur verið skilgreint sem
flutningur, tilfærsla eða móttaka fólks með þvingunum eða annarri
valdbeitingu.7 Hér er því um gróft mannréttindabrot að ræða og
má ætla að dómurinn hefði getað fjallað um vernd mannlegrar
virðingar, eins og Ragnar bendir á.8
5 Á undanförnum árum hefur víða mikið verið rætt um það hvort lögleiða eigi
„frjálst“ vændi (að því gefnu að unnt sé að skilgreina hvers konar vændisstarf-
semi það er). Helstu rök fyrir slíkri lögleiðingu eru þau að þá sé auðveldara að
hafa eftirlit með vændi. Sé það gert löglegt muni vændiskonur enn fremur öðl-
ast rétdndi til jafns við aðra launþega. Rök gegn lögleiðingu eru aftur á móti þau
að fái ríkið skatttekjur af vændi gangi það í hlutverk melludólgs. Einnig er ótt-
ast að lögleiðing geti aukið umfang vændis og umburðarlyndi fyrir kynlífsiðn-
aði sem byggir í æ ríkari mæli á erlendu vinnuafli. Hún getur því leitt til þess að
„við“ lítum á sjálf okkur sem sjálfsagða neytendur kynlífsiðnaðar og að okkur
finnist sjálfsagt að „hinir“, þ.e. útlendingar frá Austur-Evrópu og Asíu, starfi við
kynlífsiðnað. Afleiðingin gæti orðið enn frekari nýlenduvæðing líkama „hinna“
á tímum hnattræns kynlífsiðnaðar.
6 Bandarísk stjórnvöld áætla að um 1-2 milljónir manna ferðist árlega milli landa
til að starfa í kynlífsiðnaðinum, en samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum
eru það um 4 milljónir manna. Sjá „Pathbreaking Strategies in the Global Fight
Against Sex Trafficking“, www.state.gove/g/tip/rls/rm/17987.htm.
7 Lilja Mósesdóttir og Þorgerður Einarsdóttir, „The Trafficking in Women.“
8 John Ashcroft, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, gæti komist að sömu niður-
stöðu, en í ræðu sem hann hélt nýlega á ráðstefnu um mansal sagði hann m.a.:
„Mansal er meira en alvarlegt lögbrot. Það er atlaga að mannlegri virðingu; það
er árás á mannleg gildi.“ Sjá „Pathbreaking Strategies in the Global Fight
Against Sex Trafficking."