Skírnir - 01.04.2003, Page 178
172
KENEVA KUNZ
SKÍRNIR
sexliðahætti, Alexandreis. Þetta nýja verk er því þýðing á þýðingum frá
miðöldum.
Sagas aus Ostisland. Die Hrafnkels Saga und andere Geschickten von Macht und
Fehde. Herausgeben und aus dem Altislandischen ubersetzt von Dirk Huth.
Múnchen: Diederichs, 1999.
Þessar sögur eru mjög misgamlar í varðveittum handritum og gerast einnig
á ýmsum tímum, þó allar á Austurlandi og í þeim öllum eru aðalsöguhetj-
urnar Austfirðingar.
Þetta eru afar ólík verk, Heimskringla, ýmsar íslendingasögur, sögur um
forn efni þýddar á íslensku á miðöldum og ágrip af konungasögum. Þau
tilheyra ólíkum bókmenntagreinum og hafa að því leyti ólík einkenni;
þau voru skrifuð á nokkuð mismunandi tíma og í ólíkum tilgangi. Af
þessum sökum beinist þessi umfjöllun mest að því sem þau eiga sameig-
inlegt: að vera skrifuð á norrænu og varðveitt í íslenskum miðaldahand-
ritum.
Það skal tekið fram strax í upphafi að hér verður ekki reynt að leggja
mat á lipurð og læsileika textanna á erlendu máli, þar sem greinarhöfund-
ur er einungis dómbær á ensku að fullu, þýsku að einhverju leyti og
frönsku tæpast. Hugmynd mín er hins vegar sú að líta á ýmis atriði sem
velta má fyrir sér þegar tilraun er gerð til að endurskapa forna texta á nú-
tímamáli. Þá má lesa hvað þessir þýðendur hafa sagt um eigin áætlanir og
e.t.v. skoða nokkur dæmi um hvernig útkoman verður. Allar eru bækurn-
ar prýðilega úr garði gerðar, með góðum skýringum, sögulegu yfirliti,
nafna- og/eða örnefnaskrám og mörgu öðru sem greiðir leið lesenda inn
í heim íslenskra miðalda. Einnig eru þessar bækur allar sérstaklega vand-
aðar: hér eru að verki fræðimenn, sem hafa greinilega lagt sig mjög fram
um að skila efninu til lesendanna. Og tæplega í von um fjárhagslegan
ágóða af verkunum. Mér sýnast þessar bækur miðast fyrst og fremst við
upplýsta lesendur sem hafa þó nokkra forþekkingu, annaðhvort á tíma-
bilinu, menningunni eða tungumálinu. Þær eru ekki Penguin-útgáfur sem
menn lesa í lestinni á leiðinni í vinnu.
I. Þýðingarstefna
Hver þýðandi tekur ákvörðun, meðvitaða eða ómeðvitaða, um tilgang
sinn með því að þýða verk. Og hann er ekki endilega einn um að ákveða
þetta, því áður en verk er þýtt, eða a.m.k. áður en það er gefið út, hlýtur
að koma til einhver þörf fyrir það. Þetta á við þýðendur íslenskra forn-
sagna ekki síður en aðra. Fyrirætlanir þeirra og hugmyndir um þarfir og
kröfur lesenda, þó ekki sé nema ímyndaðar þarfir og kröfur lesenda í
huga útgefanda, geta jafnvel ráðið meiru um útkomuna en einkenni frum-
textans sjálfs. Þetta á einnig við um endurritanir á verki, og reyndar er í