Skírnir - 01.04.2003, Side 181
SKÍRNIR
ÞÝÐINGAR í TÍMA OG RÚMI
175
ann í bókmenntalegum skilningi og notað eina tíð á samræmdan hátt
- yfirleitt þátíð - til að komast hjá þeirri tíðavíxlun sem fer í taugarn-
ar á mörgum lesendum. Þannig nær hann örugglega að gera textann
læsilegri, þjálli, „fallegri" og aðgengilegri fyrir lesendur samtímans.
En allt þetta hefði söguritarinn einnig getað gert og gerði það þó
ekki.4
I formála sínum að Austfirðinga sögum skrifar Dirk Huth:
Þýðingin fylgir almennri stefnu ritraðarinnar: hún leitast við að yfirfæra
frumtextarm eins nákvæmlega og hægt er og þar með einnig að varðveita
ákveðna eiginleika sagnastílsins - svo sem tíðaskipd, snögg og tíð skipti
milli óbeinnar og beinnar ræðu eða langar hliðskipaðar setningaraðir.5
í inngangi að þýðingu Dillmans á Heimskringlu eru aðeins nokkrar síð-
ur sem geyma athugasemdir um þýðingastefnu hans. Þar ræðir hann aðal-
lega hvernig farið er með sérnöfnin á frönsku og einnig nokkuð um drótt-
kvæðaformið og tilraunir þýðandans til að skila því til lesenda.
I tveggja síðna formála sínum að þýðingu á íslenskum miðaldaþýðing-
um segir Stefanie Wiirth: „Ymis vandamál komu upp þegar þýða átti ís-
lenskar þýðingar latneskra texta á þýsku: Annars vegar var ætlunin að
opna lesendum, sem ekki hafa nægilegt vald á íslensku, leið að texta sem
þeir þekkja kannski þegar í latneskum búningi."6 Þýðingunum fylgja um
40 síður af athugasemdum um eiginleika íslenska textans, sem skýra
hvernig sú þýðing víkur frá fyrirmynd sinni, og er það afar fróðleg lesn-
ing og ber skýrt vitni um hugmyndir miðaldaþýðenda um verkefni sín.
Eins og Wurth segir sjálf: þeir „fylgdu ekki stílfræðilegum sérkennum
fyrirmyndarinnar á eins samræmdan hátt og ráð er gert fyrir í þýðingum
á okkar dögum“.7
III. Form og áhrif
Það er greinilegt af framangreindum orðum að þýsku þýðendurnir leggja
mikla áherslu á það sem hefur verið kallað formlegt jafngildi. Samkvæmt
þeirri hugmynd á að halda í þýðingunni sem flestum einkennum forms-
ins, en ekki miða við það eitt að koma efninu til skila, enda ekki alltaf ein-
falt mál að segja hvar annað byrjar og hitt endar. Því ætti að reyna að beita
ýmiss konar tækni sagnastílsins: sögulegri nútíð og tíðavíxlun, mikilli
notkun fornafna í stað eiginnafna, óvanalegri orðaröð, formúlum úr
munnlegum sögnum, miklum endurtekningum o.s.frv.
4 Egils Saga, bls. 15.
5 Sagas aus Ostisland, bls. 13.
6 Islandische Antikensagas, bls. 8.
7 Sama rit, bls. 7.