Skírnir - 01.04.2003, Síða 187
SKÍRNIR
ÞÝÐINGAR í TÍMA OG RÚMI
181
orð Þórólfs „Nú gekk eg þremur fótum til skammt" þegar hann náði að-
eins nógu langt til að drepa merkisbera konungs, enda „þagði konungur
og setti hann dreyrrauðan á að sjá“.
Þetta virðist einnig vefjast fyrir fleiri Egluþýðendum, eins og eftirfar-
andi þýðingar á ensku sýna (hvað svo sem mætti annars segja um þær):
Skalla-Grim answered, “It was known, Sir, how much more able
Thorolf was than I am in every way, and he was not lucky in his ser-
vice to you. I will not take such a course. I will not serve you, because
I know that I should not have the luck to give you the kind of service
I should wish and that would be right. I think there would be more
lacking in me than in Thorolf.”24
“Everyone knows how much greater Thorolf was than me in every
way,” replied Skallagrim, “but serving you didn’t bring him much
luck, sir, so I’m not going to follow him in that. I won’t be your man
and my reason is this: I know I haven’t the luck to serve you as you
deserve, or as I’d wish to. I don’t think I’m quite in Thorolf’s class.”25
Skallagrim answered, “Everyone knows that Thorolf was much more
able than I am in all respects, but he lacked the good fortune to serve
you properly. I shall not take that course. I shall not serve you,
because I know I lack the good fortune to serve you the way I would
like and that you deserve. I imagine I would lack many of Thorolf’s
qualities.”26
Oft er það svo að erlent mál sem við þýðum úr heillar okkur svo mikið
að við viljum líkja eftir hverju sagnorði og nafnorði, hverri samsetningu
og öllum einkennum setningargerðarinnar. Við stefnum að því, að okkur
finnst, að framkalla „trúa og trúverðuga" mynd af verkinu. Við viljum að
lesandi fái að bragða á þessari exótísku málveislu í þýðingu okkar alveg
eins og við fundum bragðið í frumverkinu. En þýðing sem tekur ekki mið
af lesendum sínum getur ekki skilað hlutverki sínu. Stefán Einarsson
skrifaði einu sinni um þýðingu á Egils sögu, „Mér virtist að málfar þýð-
ingarinnar væri fornaldarlegra á ensku en málfar sögunnar á íslensku."27
24 Egils Saga, Everyman’s Library, þýðandi Christine Fell. Lundúnum og Mel-
bourne: Dent (1975), bls. 35.
25 Egil’s Saga, þýðendur Hermann Pálsson og Paul Edwards. Harmondsworth:
Penguin (1976), bls. 67.
26 Egil’s Saga í The Complete Sagas of Icelanders, þýðandi Bernard Scudder.
Reykjavík: Leifur Eiríksson (1997), bls. 61.
27 Stefán Einarsson, „E.R. Eddison, Egil’s Saga, Done into English out of the
Icelandic", Modern Language Notes 46 (1931), bls. 487.