Skírnir - 01.04.2003, Page 188
182
KENEVA KUNZ
SKÍRNIR
Flest þekkjum við Bretann William Morris (1834-96), sem var svo
heillaður af Islandi og íslenskum fornbókmenntum að í þýðingum sínum
reyndi hann á markvissan hátt að skapa úrelta ensku sem hann taldi hæfa
efninu. (Reyndar lærði Morris aldrei íslensku. Hann fékk nokkurn veg-
inn orðrétta enska þýðingu frá Eiríki Magnússyni sem hann vann upp úr.)
En textar hans eru svo fullir af fágætum eða skringilegum orðum, orðum
úr ýmsum breskum mállýskum og endurgerðum „nýfornyrðum", að
næstum ógerningur er að lesa þá.
í franskri þýðingu Frangois-Xavier Dillmanns á Heimskringlu er fyrst
að finna 40 síðna inngang um verkið í heild og höfund þess, síðan tæpar
átta síður með athugasemdum um þýðinguna (mest um íslensku útgáf-
urnar sem lagðar eru til grundvallar, sérnöfn og dróttkvæðavísur). Ekki
fann ég neitt sérstakt um stefnu þýðandans. Síðan byrjar textinn sjálfur,
300 síður, og svo 350 síður af skýringum og heimildaskrá. Dillmann er
tæplega öfundsverður af að reyna að snúa knöppum texta Snorra á nú-
tímafrönsku, eins og eftirfarandi stutt orðaskipti Ölafs konungs Tryggva-
sonar og Einars þambarskelfis sýna:
Finnur skaut og kom örin á boga
Einars miðjan í því bili er Einar
dró hið þriðja sinn bogann. Brast
þá boginn í tvo hluti.
Þá mælti Ólafur konungur:
„Hvað brast þar svo hátt?“
Einar svarar: „Noregur úr
hendi þér, konungur.“28
Finn décocha une fléche qui arriva
au beau milieu de l’arc d’Einar, au
moment meme ou il le bandait
pour la troisiéme fois. L’arc se fra-
cassa alors en deux morceaux. Le
roi Olaf déclara alors: « Qu’est-ce
qui vient de se fracasser si bruyam-
ment? »
Einar répondit: C’est la Norvége,
mon roi, qui vient de se fracasser
entre tes mains.»29
IV. Hefðir í ýmsum málum
Þegar verk frá litlu málsamfélagi eins og því íslenska eru þýdd á mál fjöl-
mennra þjóða - ensku, þýsku eða frönsku - þar sem mikil gróska og
sterkar hefðir í bókmenntum og ritun eru þegar fyrir hendi, hefur nýi
landneminn litla sem enga möguleika á að hafa áhrif á þær bókmenntir,
a.m.k. ekki áhrif sem breyta hefðum eða innleiða nýjungar í frásagnar-
aðferðum eða stíl. Slíkar þýðingar verða næstum alltaf „jaðarbókmennt-
ir“, ágætar fyrir sérfræðinga og aðra sérvitringa. Slíkar bækur eru undir
28 Heimskringla. Fyrra bindi. Reykjavík: Svart á hvítu (1991), bls. 246.
29 Histoire des rois de Norvége, bls. 345.