Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.2003, Side 197

Skírnir - 01.04.2003, Side 197
SKÍRNIR SIGURÓP ANDSKOTANS EÐA REIÐI GUÐS? 191 sem meintir galdramenn féllu á eiði, en taka verður tillit til þess að úttekt þeirra var ekki fræðilcg heldur unnin í því augnamiði að fordæma réttar- framkvæmd á síðari hluta 17. aldar (131, 193). Nýstárlegar og gagnlegar athuganir eru í bókinni á fjölda galdramála og tegundum þeirra (70-71, 317-18), sem og áhugaverðar tilraunir til að finna eldri dauðadóma og aftökur fyrir galdra en brennu Jóns Rögnvalds- sonar í Svarfaðardal árið 1625. Sögusögn er til frá lokum 17. aldar eftir annarri litlu eldri að kona hafi verið dæmd til dauða fyrir að ganga með tilbera árið 1580. Á þessu er varla byggjandi en gott að hafa það með, enda gerir Ólína hæfilega lítið úr málinu (119-20, 317). Aftur á móti legg- ur hún mikla merkingu í þann atburð að vorið 1608 var Guðrún Þor- steinsdóttir í Aðaldal brennd á báli, að því er virðist fyrir að myrða tveggja ára dóttur húsbónda síns með því að brenna hana í grautarkatli. Þetta er nefnt í Skarðsárannál og annálabrotum Gísla Oddssonar, auk þess sem Bogi Benediktsson vísar í tólf manna dóm sem Þorbergur Hrólfsson sýslumaður útnefndi á Helgastöðum 13. apríl 1606. Ekki kem- ur fram hvort sá dómur er varðveittur (120-22). Ólína segir: „vakna þó óþægilegar grunsemdir um að hér gæti verið um galdrabrennu að ræða“ (121). Oft er vikið að málinu í bókinni og greinilegt að höfundur vill helst að hér sé komin fyrsta galdrabrennan. Málið er í skrá yfir brennudóma (143) og annarri yfir galdramál sem ekki komu fyrir alþingi (386). Talað er um „orsök annarrar brennu aldarinnar árið 1625“ (91) og nefndir „sannanlega tveir brennudómar” árin 1608 og 1625 (124). Aftur á móti segir nokkru síðar um brennuna 1608 og tvær aðrar: „enda vafamál hvort hægt er að skilgreina þær sem galdraaftökur“ (141). Fljótlega eftir það eru nefndar „fyrstu ótvíræðu brennurnar“ árin 1608 og 1625 (149) og tæpt á því að í málinu birtist hugsanlcga það fyrirbæri að kona hafi verið notuð sem verkfæri djöfulsins (192). I bókarlok er aftakan talin marka upphaf brennualdar (314-15), en rétt á eftir settur fyrirvari: „Margt er óljóst um tildrög þess brennudóms en grunur um djöfulskap (nornagaldur) gæti hafa ráðið afdrifum hennar“ (317). Ég sé ekki rökin fyrir þessu og skipa mér í hóp þeirra nútímamanna sem Ólína segir að þykja muni „einsýnt að þar hafi átt sér stað hörmulegt slys, ellegar sálsýkislegt ódæðisverk" og tel útilokað að sýslumanni hafi þótt annað líklegra, hvað þá að hann hafi les- ið Nornahamarinn eða „numið reykinn af réttinum með öðru móti“ (187-88). Líklegri virðist mér skýring Páls Sigurðssonar, sem Ólína nefn- ir, að þetta hafi verið „líkingarrefsing“ (122n) og má til samanburðar benda á málefni Ögmundar Þorkelssonar sem var drekkt á alþingi sumar- ið 1589 fyrir að missa piltbarn í Langá „að óvilja sínum“ af hestbaki, en hafði ekki lýst verkinu fyrir fólki.3 3 Alþingisbœkur III. Reykjavík 1915-1916, bls. 126-27.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.