Skírnir - 01.04.2003, Side 197
SKÍRNIR SIGURÓP ANDSKOTANS EÐA REIÐI GUÐS?
191
sem meintir galdramenn féllu á eiði, en taka verður tillit til þess að úttekt
þeirra var ekki fræðilcg heldur unnin í því augnamiði að fordæma réttar-
framkvæmd á síðari hluta 17. aldar (131, 193).
Nýstárlegar og gagnlegar athuganir eru í bókinni á fjölda galdramála
og tegundum þeirra (70-71, 317-18), sem og áhugaverðar tilraunir til að
finna eldri dauðadóma og aftökur fyrir galdra en brennu Jóns Rögnvalds-
sonar í Svarfaðardal árið 1625. Sögusögn er til frá lokum 17. aldar eftir
annarri litlu eldri að kona hafi verið dæmd til dauða fyrir að ganga með
tilbera árið 1580. Á þessu er varla byggjandi en gott að hafa það með,
enda gerir Ólína hæfilega lítið úr málinu (119-20, 317). Aftur á móti legg-
ur hún mikla merkingu í þann atburð að vorið 1608 var Guðrún Þor-
steinsdóttir í Aðaldal brennd á báli, að því er virðist fyrir að myrða
tveggja ára dóttur húsbónda síns með því að brenna hana í grautarkatli.
Þetta er nefnt í Skarðsárannál og annálabrotum Gísla Oddssonar, auk
þess sem Bogi Benediktsson vísar í tólf manna dóm sem Þorbergur
Hrólfsson sýslumaður útnefndi á Helgastöðum 13. apríl 1606. Ekki kem-
ur fram hvort sá dómur er varðveittur (120-22). Ólína segir: „vakna þó
óþægilegar grunsemdir um að hér gæti verið um galdrabrennu að ræða“
(121). Oft er vikið að málinu í bókinni og greinilegt að höfundur vill helst
að hér sé komin fyrsta galdrabrennan. Málið er í skrá yfir brennudóma
(143) og annarri yfir galdramál sem ekki komu fyrir alþingi (386). Talað
er um „orsök annarrar brennu aldarinnar árið 1625“ (91) og nefndir
„sannanlega tveir brennudómar” árin 1608 og 1625 (124). Aftur á móti
segir nokkru síðar um brennuna 1608 og tvær aðrar: „enda vafamál hvort
hægt er að skilgreina þær sem galdraaftökur“ (141). Fljótlega eftir það eru
nefndar „fyrstu ótvíræðu brennurnar“ árin 1608 og 1625 (149) og tæpt á
því að í málinu birtist hugsanlcga það fyrirbæri að kona hafi verið notuð
sem verkfæri djöfulsins (192). I bókarlok er aftakan talin marka upphaf
brennualdar (314-15), en rétt á eftir settur fyrirvari: „Margt er óljóst um
tildrög þess brennudóms en grunur um djöfulskap (nornagaldur) gæti
hafa ráðið afdrifum hennar“ (317). Ég sé ekki rökin fyrir þessu og skipa
mér í hóp þeirra nútímamanna sem Ólína segir að þykja muni „einsýnt að
þar hafi átt sér stað hörmulegt slys, ellegar sálsýkislegt ódæðisverk" og tel
útilokað að sýslumanni hafi þótt annað líklegra, hvað þá að hann hafi les-
ið Nornahamarinn eða „numið reykinn af réttinum með öðru móti“
(187-88). Líklegri virðist mér skýring Páls Sigurðssonar, sem Ólína nefn-
ir, að þetta hafi verið „líkingarrefsing“ (122n) og má til samanburðar
benda á málefni Ögmundar Þorkelssonar sem var drekkt á alþingi sumar-
ið 1589 fyrir að missa piltbarn í Langá „að óvilja sínum“ af hestbaki, en
hafði ekki lýst verkinu fyrir fólki.3
3 Alþingisbœkur III. Reykjavík 1915-1916, bls. 126-27.