Skírnir - 01.04.2003, Blaðsíða 208
202
MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
ar á húsakynnum frá 1644 og 1690 við lýsingar Jóns á því hvernig hann
þoldi hvergi við: „En fyrir þennan tíma hafði ég freistað að fara með mig
um rúmin og húsin. A búrgólfinu reyndum við líka að leita svefns og
náða“ (79). í skála voru fjögur rúm við hvorn vegg, tvö þeirra þiljuð. Búr-
ið var inn af skálanum, stæðilegt en tilgengið með hurð og hespu (270,
292). Löng göng voru yfir í stóru baðstofuna þar sem var pallur með ell-
efu fjölum: „þar ég lá á pallinum hjá fólkinu og ég fann til, svo sem vant
var að djöfulsandinn var undir pallfjölunum þar sem ég lá uppyfir" (66,
270, 291-92). Þannig hefði mátt kortleggja landafræði hremminganna og
áreiðanlega sjá eitthvað nýtt, og ekki bara innanhúss heldur líka í sveit-
inni allri eftir lýsingum séra Jóns.
I eftirmála er orðaflaumur Matthíasar stríðari og skrautyrði fleiri, þar
sem hann setur píslarsöguna og málið allt í samhengi við galdur almennt
og geðveiki á tímabilinu, hérlendis sem erlendis. Nokkuð er um óræðar
setningar sem segja ekki neitt: „Augnaórar klerks vitna nefnilega ekki
alltaf um djúplæga merkingu, heldur sýna þeir trylltan leik framandi
skrímsla, leik sem speglar æði endalokanna" (343). Annað dæmi:
„Sturlunin tekur á sig hamslausa, ómennska mynd, enda er annarri hlið
kerfisins skipað um hríð í öndvegi, þeirri sem lagði áherslu á vald Djöf-
ulsins, máttleysi mannsins og sundrun heimsins" (387). Hér gleymir höf-
undur fræðimanninum í sér og verður skáldskaparhneigð að bráð. Svona
orðbragð auðveldar ekki skilning á galdramálum 17. aldar. Aðrar setning-
ar gera meira gagn og vísa veginn áfram, svo sem þessi: „Túlkun íslenskra
galdramála hefur til skamms tíma lotið viðhorfum af þessu tagi, faralds-
fræðilegri ímynd sem tefur eða kemur í veg fyrir skilning á merkingarríku
atferli" (361). Enn frekar á það við um samlestur Matthíasar á galdramála-
textum við guðfræðirit sem þýdd voru á íslensku í kringum aldamótin
1600 (383-87, 401). Af þessu hefði mátt vera miklu meira. Hér opnast
nýtt samhengi hugarfars og hugmynda sem fólk bjó við og hlustaði á í
kirkjum landsins, en vann síðan úr heima fyrir í bland við eigin hugsanir
og hefðir. I þessum ritum var tekið á vanlíðan fólks og hugarangri, freist-
ingum og ráðum gegn þeim. Þetta er að minni hyggju miklu vænlegri
nálgun en að jórtra meira á Nornahamrinum en þegar er orðið og Matt-
hías gerir nokkuð af, með skýrum fyrirvara þó um að hugmyndir sem þar
birtast hafi verið fjarlægar flestum ef ekki öllum sem um þessa hluti skrif-
uðu og hugsuðu á lslandi (381-82). Sama gagn er af umræðu um læknis-
fræðilegt samhengi galdramála, ef svo má að orði komast. Matthías setur
málefni séra Jóns í samhengi við heimildir um geðveiki og sturlun, líklega
vegna fyrri fullyrðinga um að hann hafi ekki verið heill á geðsmunum og
galdratrúaðir einstaklingar kannski almennt (370-72, 380-81).
Fullmikil orka fer í ádeilu á úreltar hugmyndir fræðimanna úr útlend-
um bókum frá fyrri hluta 20. aldar í stað samræðna við nýjustu vísindi á
þessum vettvangi (351-52, 390-91), sem og á fyrri fræðimenn íslenska,