Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.2003, Page 209

Skírnir - 01.04.2003, Page 209
SKÍRNIR SIGURÓP ANDSKOTANS EÐA REIÐI GUÐS? 203 svo sem Þorvald Thoroddsen, Sigurjón Jónsson, Sigurð Nordal og Sig- laug Brynleifsson (359-63, 410). Mjög áhugaverðar vangaveltur er hins vegar að finna um réttarvitund sýslumanna og málsmeðferð, enda gefur gagnrýni séra Jóns á sýslumenn og alþingi gott tilefni til þess: „Konungs- bréfið 1617 mun hafa stangast á við forna réttarvitund, þótt eftir því væri oftsinnis dæmt, því ekki var fylgt fyrirmælum þess um sjálfstætt frum- kvæði embættismanna í galdramálum ... Sýslumenn virðast hafa horft framhjá þessari klausu eða túlkað hana eftir eigin geðþótta, enda féll hún ekki að gömlum hugmyndum um eðlilega réttarframkvæmd og hlutverk konunglegra embættismanna“ (357). Þeir gátu ekki „sjálfkrafa brotið gegn undirstöðum eigin lífsskilnings“ (358; sbr. 378). Síðast en ekki síst er víða að finna mjög góðan og næman lestur á texta séra Jóns, einkum þó um atburðarás (365-67, 378-79) en líka um röksemdir hans og hugaróra (387-90). Hér hefði ég þó viljað sjá betri tengingu á milli þess sem séra Jón skrifar af óskaplegri mælsku og þess sem Matthías hefur eftir erlend- um ritum frá 16. og 17. öld um galdra, eða riti séra Páls Björnssonar um vald djöfulsins og annað þess háttar (407). Hér gleymist píslarsagan, en hana hefði einmitt mátt lesa út frá því hvernig séra Jón til dæmis lýsir því að á heimili hans og í sveitinni voru sumir skyggnir en aðrir ekki (75, 104). Einnig hefði verið hægt að lesa í textann um það hvernig séra Jón sá fyrir sér vald guðs annars vegar og andskotans hins vegar. Þar birtist flók- ið mynstur sem áreiðanlega má útskýra í ljósi guðfræðilegra hugmynda í samtímanum. Til dæmis lét drottinn ýmist þjáningar ganga yfir séra Jón sem hrópaði til hans um lausn (100) eða gaf honum fagran sigur (101) og leiddi hann út úr „þeim helvíska eldi“ (103), en gat svo allt eins tekið upp á því „að snara mér aftur í sömu kvalir og áður höfðu yfir mig gengið" (107). Hvítklæddur engill talaði bænarorðum yfir séra Jóni (92) og annar sló hann högg „svo ég skyldi ekki til grunns og fordjörfunar ganga“ (116). Drottinn kom því til leiðar að galdramenn náðust (98) og reiði hans vofði yfir ef yfirvöld fylgdust iðjulaus með píslum fólks (88-89, 104), en hann gat samt engum þjörgum við komið: „Oft var munnurinn til að finna sem kipraður og kreistur út á aðra kinnina svo ég hugði andlitið mundi aflag- ast og mér mundi ekki gagnast lengur að ákalla Drottinn eða til hans að kalla, því djöflarnir voru mér tilfinnanlegir og þreifanlegir, sáust og líka, svo sem ég til fann“ (85). Stórfenglegur textinn er ótæmandi. IV. Við viljum meira! í Hogwartskóla líta Harry Potter og félagar svo á að saga galdranna sé „leiðinlegasta námsefnið á stundaskránni." Einhvern daginn las draugur- inn Binns prófessor fyrir um alþjóðlegu seiðkarlaráðstefnuna á Sikiley árið 1289 „með tilbreytingarlausri röddu sem minnti á gamla ryksugu þar til næstum allir í bekknum sátu í leiðslu en komust öðru hverju til með-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.