Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 7
H v e r s k o n a r s a m f é l a g v i l j u m v i ð ? TMM 2009 · 2 7 okkur hvað um er að ræða eða gerum að minnsta kosti tilraun til þess að átta okkur á því hvað samfélag er og hver við sjálf erum. Ég er ekki viss um að við þurfum að hafa nákvæmlega sömu skoðanir á þessum hlutum, en ég held að við þurfum að deila nokkurn veginn sama skiln- ingi á þeim ef við eigum að geta hugsað og rætt um þá á skynsamlegan hátt og þar með undirbúið ákvarðanir sem leiða til góðs fyrir okkur öll. En hver erum við öll? Hvert okkar fyrir sig er sjálfsvitandi vera, vera sem skynjar, hugsar og framkvæmir, viðkvæm vera sem finnur til með öðrum, veit að hún deilir lífinu með öðrum. Hvert okkar er sem sagt andleg hugsandi vera sem veit af hverfulum líkama sínum, þörfum hans og veikleikum. Spurningin sem brunnið hefur á heimspekingum og sál- fræðingum er sú hvort þessi vera hrærist í eigin hugarheimi án eðlislægra tengsla við aðra eða hvort sjálfsvitund hennar sé í eðli sínu vitund um aðrar manneskjur. Þessi spurning skiptir sköpum fyrir skilning okkar á því hvað samfélag er. Er samfélagið félagsskapur sem hinar sjálfsvitandi verur stofna til með samningum til að tryggja einstaklingsbundna hagsmuni sína? Eða er samfélagið veruleiki sem tengir hinar sjálfsvitandi verur saman áður en þær greina sig skýrt hver frá annarri? Þetta kann að verka eins og spurning um hvort komi á undan hænan eða eggið, en í raun einkennist saga stjórnmálanna af ólíkum svörum manna við þessari spurningu. Annars vegar eru þeir sem líta svo á að einstaklingarnir myndi samfélag af eigin frumkvæði í því skyni að tryggja sérhagsmuni sína hver fyrir sig; ríki verður þannig til sem ein mikilvægasta stofnun samfélagsins, tæki til að vernda einstaklingana hvern fyrir öðrum, tryggja frið og öryggi í samfélaginu. Hins vegar eru þeir sem líta svo á að samfélagið sé forsenda fyrir lífi og hugsun einstaklinganna og eigi að skapa þeim skil- yrði til að þroskast; ríki er þá skilið sem skipulag sem einstaklingarnir hafa til að hugsa og ræða um hagsmuni heildarinnar og leysa ágreining vegna ólíkra sérhagsmuna. Nú mætti útlista þessi andstæðu viðhorf með kenningum helstu fræðimanna sem fjalla um þær mótsagnir og þau vandamál sem af þess- um ólíku viðhorfum spretta. Ég nefni kenningar Platons og Aristóteles- ar í fornöld, Hobbes og Locke, Rousseau og Kants á síðari öldum, en einnig mætti nefna kenningar ýmissa heimspekinga 20. aldar, svo sem Sartre og Simone de Beauvoir, Rawls, Habermas og Hönnu Arendt. Allir þessir ólíku höfundar glíma við grunntengslin í mannlegu samfélagi, þau samskipti sem öllu skipta til skilnings á þeim ótrúlega flókna veruleika sem mannlegt samfélag er, hvort sem það er fámennt eins og Ísland eða TMM_2_2009.indd 7 5/26/09 10:53:22 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.