Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 8

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 8
Pá l l S k ú l a s o n 8 TMM 2009 · 2 margmennt eins og Kína. Meginviðfangsefni þeirra allra er réttlæti – hvernig við getum deilt gögnum og gæðum á sanngjarnan hátt, án þess að útskúfa neinum, hvernig við getum séð til þess að jafnvægi ríki á milli hinna ólíku afla þjóðfélagsins. „Við“ í þessari síðustu setningu erum við sem hugsandi verur, verur sem skiljum hver aðra eða að minnsta kosti reynum að skilja hver aðra, við sem ræðum saman, deilum um hlutina og umfram allt reynum að hugsa saman um lífið og framtíðina og hvað er til góðs, ekki bara fyrir okkur sjálf, heldur allar lifandi verur á jörð- inni. Og spyrjum jafnvel hvað sé gott fyrir guðdóminn sjálfan. Og við sem svona spyrjum og hugsum erum ekki bara flokkur sérviturra heim- spekinga sem hugsa um sérhagsmuni sína innan um alla hina sérfræð- ingana, heldur flokkur allra hugsandi karla og kvenna. Ef einhver niður- staða af pælingum heimspekinganna frá Platoni til Rawls virðist nánast óumdeilanleg, þá er það sú að það getur enginn orðið sérfræðingur í almannaheill, heldur þurfa allir samfélagsþegnar að hugsa um réttlætið í samfélaginu burtséð frá eigin hagsmunum. Á þeirri forsendu geta fræðimennirnir síðan deilt endalaust í þeirri von að móta betri aðferðir við að greina réttlætið og ranglætið í samfélaginu. Á vettvangi stjórnmálanna sjálfra verða menn hins vegar að komast að niðurstöðu og taka ákvörðun sem skipta mun sköpum fyrir framtíð samfélagsins. Og þá skiptir höfuðmáli hvernig þeir hugsa sér samfélagið, hvort þeir líta á það sem „hagsmunabandalag sérhagsmunanna“ eða sem „félagsskap hugsandi vera“. Ef fyrra viðhorfið er ríkjandi þá gildir fyrst og fremst að finna sterkan foringja sem stendur vörð um sérhagsmunina og tryggir sanngjarna skiptingu kökunnar. Ef síðara viðhorfið er ráð- andi þá gildir fyrst og fremst að leyfa ólíkum sjónarmiðum að takast á í þeirri von að það leiði til farsællar niðurstöðu fyrir heildina. Sannleikurinn er sá að hér á Vesturlöndum hefur það viðhorf smám saman orðið ríkjandi að samfélagið sé það sem ég leyfði mér að kalla „hagsmunabandalag sérhagsmunanna“. Hobbes og Locke eru vafalaust áhrifamestu hugsuðir þessa sjónarmiðs. Einstaklingarnir mynda ríkið af illri nauðsyn, lýðræði er samkvæmt þessu viðhorfi fyrst og fremst gott stjórnfyrirkomulag til að geta losað sig við vonda valdhafa, það er stjórnvalda sem tryggja ekki frið og öryggi. Hitt viðhorfið sem kenna má við heildarhyggju, því þar eru hagsmunir samfélagsins alls teknir fram yfir sérhagsmuni einstaklinganna, hefur gjarnan verið talið hafa beðið endanlegt skipbrot með falli Sovétríkjanna 1989 en þar hafi heildarhyggja ráðið ríkjum eftir byltinguna 1917. Eftir að Sovétríkin lið- uðust í sundur varð séreignarstefnan allsráðandi á Vesturlöndum og ríki, sem sett höfðu alls kyns fyrirtæki á laggirnar til að tryggja þjóð- TMM_2_2009.indd 8 5/26/09 10:53:22 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.