Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 29
TMM 2009 · 2 29 Henry David Thoreau Borgaraleg óhlýðni Thoreau flutti þessa ritgerð fyrst sem fyrirlestur í The Concord Lyceum í janúar 1848 og bar sá lestur titilinn “On the Relation of the Individual to the State“. Í maí árið eftir birtist hann svo í tímaritinu Aesthetic Papers sem Elizabeth Peabody gaf út undir fyrirsögninni „Resistance to Civil Government“. Núverandi titill, „Civil Disobedience“, var ekki notaður fyrr en að Thoreau látnum árið 1866 í bók hans A Yankee in Canada, with Anti-Slavery and Reform Papers, en hefur verið notaður síðan. Munurinn á þessum tveimur fyrstu útgáfum er næsta lítill, aðallega greinar- merki og hástafir, en gera má ráð fyrir að Thoreau hafi sjálfur leiðrétt fyrri útgáf- una og því réttara að nota þá seinni – þýðandi. Ég tek heils hugar undir einkunnarorðin: „Sú stjórn er best sem stjórnar minnst“1, og ég vildi gjarna sjá þeim framfylgt hratt og markvisst. Ef það væri gert kæmi að því sem ég er líka sammála: „Sú stjórn er best sem stjórnar alls ekki“ og þegar menn verða undir það búnir koma þeir slíkri stjórn á laggirnar. Ríkisstjórn er í besta falli hagkvæm en flestar stjórn- ir eru oftast, og allar stjórnir eru einhvern tíma, óhentugar. Mótbárur sem komið hafa fram gegn fastaher, og þær eru margar og mikilsverðar og eiga það skilið að ná fram að ganga, er þegar allt kemur til alls líka hægt að setja fram gegn fastri ríkisstjórn. Fastaherinn er í raun ekkert annað en armur fastrar ríkisstjórnar. Ríkisstjórnin sjálf er ekki annað en aðferð sem þjóðin hefur valið til að koma fram vilja sínum og alveg jafn líklegt að henni sé misbeitt og hún skrumskæld áður en þjóðin geti beitt henni. Lítið á Mexíkóstríðið sem nú geisar2, verk tiltölulega fárra einstaklinga sem nota fastskipað ríkisvald sér til framdráttar því upp- haflega hefði þjóðin ekki fallist á þessar aðgerðir. Núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna: hvað er hún annað en hefð, og ekki ýkja gömul, sem leitast við að skila sér óskaddaðri til komandi kyn- slóða þótt sífellt kvarnist úr heiðarleika hennar? Hún hefur ekki til að bera lífskraft einstaklingsins því einn maður getur sveigt hana undir vilja sinn. Hún er einhvers konar trébyssa fyrir þjóðina. En hún er engu TMM_2_2009.indd 29 5/26/09 10:53:23 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.