Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 80
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 80 TMM 2009 · 2 útleggst sem The Fantastic: A Structural Approach to a Literary Genre.6 Að mati Todorovs byggir hið fantastíska á þremur atriðum: Lesandi má ekki geta valið milli náttúrulegrar eða yfirnáttúrulegrar lausnar, pers- óna í verkinu verður að upplifa þetta hik líka, textinn má ekki bjóða upp á ljóðræna túlkun eða vera dæmisaga. Hikið er aðalatriðið, en jafnframt er það mikilvægt að hafna ekki hinu yfirnáttúrulega, það verður að vera til því það verður að vera hægt að gera ráð fyrir því sem möguleika. Það þarf ekki að orðlengja það frekar að miðað við þessa skilgreiningu Todorovs eru til afar fáar fantasíur. Það eru einstaka verk sem uppfylla þessar kröfur og þá helst smásögur, skáldsögur eru svo langar að þær enda yfirleitt á því að leysa málið einhvern veginn. Þó er til undantekn- ing á þessu, en það er skáldsaga Halldórs Laxness, Kristinhald undir Jökli (1968), en eins og Ástráður Eysteinsson bendir á í grein sinni „Í fuglabjargi skáldsögunnar“, uppfyllir hún fullkomlega þessi þrjú skil- yrði Todorovs.7 Því miður virðist Todorov ekki hafa verið vel lesinn í íslenskum bókmenntum, en dæmi hans koma fyrst og fremst úr got- nesku skáldsögunni og öðrum heimsbókmenntum, en hann nefnir meðal annars Kafka, Poe, Maupassant, Hoffmann, Gogol og Henry James. Í kenningu Todorovs má greinilega sjá ákveðna tilraun til að bjarga fantasíunni undan því einfeldningslega ævintýrahlutverki sem hún hefur fyrst og fremst verið sett í samband við og gera hana bókmennta- legri og virðulegri. Rosemary Jackson tekur upp kenningar Todorovs í bók sinni, Fantasy: The Literature of Subversion (1981) en opnar þær nokkuð og er ekki eins upptekin af formfræðilegum afmörkunum.8 Hún segir að fantasíuna verði alltaf að skoða í tengslum við veruleikann því fantasían er eilíf samræða við veruleikann og hún býr í veru- leikanum og að baki honum. Þessi samræða við veruleikann hefur iðu- lega það hlutverk að gagnrýna hann, og þá kannski aðallega að gagnrýna tilfinninguna fyrir raunveruleikanum og hugmyndina um hann, og á þann hátt vegur fantasían að rótum hans. Hún tekur upp hið fantastíska hik Todorovs en breytir áherslunni dálítið. Jackson leggur áherslu á gat sem myndast í raunveruleikann og fær aldrei að lokast. Eitthvað ómögulegt gerist og það er gefin skýring, en skýringin er ómöguleg líka. Dæmi Jackson eru svipuð þeim sem Todorov notar, en hún leggur einn- ig áhersla á gotneskjar hrollvekjur en fjallar einnig um aðeins nútíma- legri fantasíur eins og bækur Thomasar Pynchon. Rosemary Jackson reynir markvisst að staðsetja fantasíuna kirfilega innan raunveruleikans. Fantasían er hluti af raunveruleikanum, raun- veruleikinn er fantasía. Þetta er mikilvægt atriði, fantasían er ekki annar TMM_2_2009.indd 80 5/26/09 10:53:26 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.