Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Side 116

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Side 116
D ó m a r u m b æ k u r 116 TMM 2009 · 2 í tíma og ótíma. Í þessum símtölum hafa þagnirnar í upphafi nú vikið fyrir raddbreyttum svívirðingum, Sveini skiljanlega til mikils ama og hugarangurs. Málið virðist tengjast sjálfsmorði fyrrum viðskiptavinar Sveins og fjölskyldu hins látna sem kennir honum um dauðsfallið. Þessi sorgarviðburður hafði skömmu áður en sagan hefst orðið að blaðamáli og myndum af Sveini ásamt frásögnum af starfi hans hafði verið slegið upp á slúðurkenndan hátt. Þegar í ljós kemur að faðir Lóu er nýlega fallinn frá tekur Svein að gruna að Lóa, manneskjan sem launaði gestrisni hans með eignastuldi, sé stjáklarinn sem ásækir hann. Þessi grunur, sem á frekar ósannfærandi hátt breytist skjótt í full- vissu, flækir svo um munar samskipti þeirra tímann sem þau dvelja saman í íbúð Lóu, en bókarhlutinn sem lýsir þeim stundum myndar þungamiðju verks- ins. Segja má að væntanlegur lesandi þurfi ekki nema að fá veður af grunnhug- mynd skáldsögunnar til að hugsa sér gott til glóðarinnar. Það er frumlegt og býsna óvenjulegt að smíða sögu þar sem kynlífsdúkkusmiður stendur í miðju atburðarásarinnar, þetta er jú sjaldgæf iðn og lítt í umræðunni, jafnvel mætti segja að allnokkur feimni umlyki alla jafnan umfjöllun um hjálpartæki ástar- lífsins, og þá ekki síst blætiskenndar vörur á borð við kynlífsdúkkur. Þá má einnig benda á að skírskotunarkerfið í kringum kynlífsdúkkubransann getur verið býsna víðfeðmt, það tengist klámvæðingu, firringu, hinu póstmódern- íska ástandi, tækni, kynjapólitík, velmegun og hnignun, jafnvel mætti halda því fram að táknræn vídd hugmyndarinnar næði um þjóðfélagið allt. Af þess- um ástæðum er auðvelt að ímynda sér að með og í gegnum söguna af Sveini og Lóu setji Guðrún Eva fram ögrandi sýn á íslenskan samtímaveruleika. Svo er þó ekki og fátt af því sem nefnt var skilar sér inn í skáldsöguna. Guðrún Eva er tvístígandi varðandi það hvernig stilla skuli kynlífsdúkkuþemað saman við aðra þætti sögunnar, og lítið fer fyrir átökum við kynjapólitíska vídd viðfangs- efnisins, jafnvel er sem höfundur forðist meðvitað slíkar skírskotanir (eins framarlega og það er hægt með kynlífsdúkkusmið sem aðalsöguhetju) og leiti þess í stað á mið misráðinnar rómantískrar fagurfræði þegar að dúkkunum kemur. Um miðja bók, eftir að persónurnar hafa á dálítið endurtekningarsam- an hátt dröslast inn og út úr íbúðum með dúkkuna, er sem höfundur, og verk- ið sjálft, hreinlega fái leiða á þessu silíkonhjúpaða fyrirbæri og upp frá því fellur þráðurinn sem viðkemur dúkkunni að mestu leyti úr bókinni. Tiltölu- lega hefðbundin ástarsaga þar sem misskilningur hindrar framvinduna færist í forgrunn og dramatíkin tekur á sig tilviljunarkennda og langsótta mynd. Gallar í formgerð, ósannfærandi samhengi og það hugmyndaleysi sem tekur að gera vart við sig í seinni helmingnum grafa verulega undan verkinu. Að því sögðu er rétt að benda á að einstakir hlutar skáldsögunnar taka heild- inni fram, það er auðvelt að tína til einstaka kafla sem eru sterkir og vel útfærð- ir. Gamalreyndir kostir og styrkleikar Guðrúnar Evu sem höfundar eru þann- ig til staðar, bæði hvað næmi og myndvísi varðar; lýsingar á fjölskyldulífi Lóu eru vel heppnaðar, og þá sérstaklega lýsingar á lystarstoli Margrétar, hvernig leitast er við að gefa myndræna og táknræna innsýn í andlega veröld veikrar TMM_2_2009.indd 116 5/26/09 10:53:29 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.