Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 118
D ó m a r u m b æ k u r 118 TMM 2009 · 2 er dauðinn. Það sem vekur hins vegar sérstaka athygli er samsláttur í tóni og mynd milli staðfræðilegrar „birtingarmyndar“ sjúkleika dótturinnar, og lof- orðsins sem móðirin ímyndar sér að búi í fegurð ímyndanna, „skínandi lýta- lausar“ hugmyndir sem pússaður eru og agaðar af vitundinni þar til þær birtast öðrum sem leiðarvísir að einhverri óræðri sælu. Það er eins og neyslan verði hér að brenglaðri spegilmynd þeirrar píslahugsjónar sem Margrét hefur búið til umhverfis sjúkleika sinn. Guðrúnu tekst líka vel til þegar hún lýsir vinskap Sveins og Kjartans, sorp- hirðumanns og dúkkueiganda, en samtöl þeirra og heimsóknir Sveins til þessa eina vinar síns eru skrifuð af heilmiklu næmi fyrir vandræðaganginum í mannlegum samskiptum. Gallar birtast þó tiltölulega fljótt í bókinni, saman- ber þann ónóglega undirbúna vendipunkt þegar Lóa stelur kynlífsdúkkunni af Sveini. Þeirri sérkennilegu ákvörðun er lýst á eftirfarandi veg: Lóa undraðist hvað rassinn var mikill og lærin breið. Dúkkan í kassanum var bogadregnari og kvenlegri en flestir líkamar af holdi og blóði. Henni varð hugsað til Margrétar og fann um leið herpinginn í hálsinum. Tárin bjöguðu sjónina eins og augun í henni væru sams konar og dúkkunnar – úr þykku gleri. Ef Margrét hefði dúkkuna hjá sér yrði einmanaleikinn kannski ekki jafn sár. Dúkkan gæti orðið til þess að hún ryfi einangrunina og henni tækist að fikra sig aftur inn í heiminn. Þannig voru jú fóbíur meðhöndlaðar. Þeir sjúklega kóngulóahræddu voru kynntir fyrir plastkóngulóm áður en þeir komu nálægt þeim […] Hvað amaði að Margréti annað en líkamsfælni eða lífsfælni? Rótgróið vantraust á öllum sköpuðum hlutum. Það var ekki beinlínis hægt að leggja traust sitt á dúkku, en það var heldur ekki hægt að vantreysta henni […] Engum hafði tekist að leiða henni [Margréti] fyrir sjónir að viðbrögð hennar væru mótsagnakennd og beinlínis röng. En það var aldrei að vita nema dúkkunni tækist það sem öllum öðrum hefði mistekist. Þótt ekki væri nema með fordæminu sem bjó í kynþokka hennar. Sjáðu mig, ég er líkneskja af hinni fullkomnu, heilbrigðu konu. (30) Ótal spurningar vakna hér. Lesandi rekur sig til að mynda á þá augljósu hlið- stæðu sem er fyrir hendi milli hlutgervingar kvenlíkamans sem kynlífsdúkkan er „holdgervingur“ fyrir og þeirra tengsla sem sýnt hefur verið fram á að eru á milli lystarstols og þeirrar brengluðu sjálfsmyndar sem útlitsiðnaðurinn elur á, og því undrast hann e.t.v. að Lóa skuli álíta „kynbombuna“ sem hún finnur þarna hentuga fyrirmynd fyrir dóttur sína, enda þótt bogadregnar línur henn- ar minni í hennar huga á hina „fullkomnu, heilbrigðu konu“. Telur Lóa – sem er vissulega undir álagi en á ekki að vera vitstola – að „kynþokki“ kynlífsdúkk- unnar laði fram sátt Margrétar við eigin líkama? Er ekki eilítið sérkennilegt að Lóa velti ekki fyrir sér á þessari stundu hvort lystarstol tengist líkamsþráhyggju frekar en „líkamsfælni“? Hér tekur lesandinn hálfpartinn að óttast atriðið sem honum segir svo hugur að hljóti að vera í uppsiglingu, atriðið þegar móðirin skellir bogadregnum, rassmiklum, plastlíkamanum upp í rúm fársjúkrar dótt- TMM_2_2009.indd 118 5/26/09 10:53:29 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.