Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 121

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 121
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 2 121 [Guðjón] hringdi í Hagstofuna og bað um að fá að skipta um nafn … Einhverju sló saman, kannski símalínum … konan í símanum spurði allt í einu: „Viltu taka þátt í skoðanakönnun?“ (155) Þetta kemur sér vitanlega sérstaklega illa fyrir Guðjón því hann hefur þann starfa að segja sögur. Þegar hann missir minnið missir hann í sama mund hæfileikann til að segja sögu. Sá sem er minnislaus getur ekki haldið þræði og ekki leitt frásögn til lykta; það verður óumflýjanlega rof í frásögninni, hún tekur skammtastökk úr einum stað og einum tíma í annan, hún á sér engan endi. Þar sem Guðjón er allajafna vitundarmiðja Algleymis, að vísu ýmist í fyrstu eða þriðju persónu, þá dregur frásögnin óneitanlega dám af sundurslitn- um hugsunum Guðjóns og verður stundum eins og gatasigti, götótt en aldrei án lögunar. Eins og í fyrri skáldsögum sínum um Guðjón Ólafsson og eiginkonu hans Helenu er Hermann Stefánsson í Algleymi að segja sögu um það að segja sögu, sögu um sjálfa sig (hann er ekki talinn til íslenskra póstmódernista fyrir ekki neitt!). Í smásagnasafninu/skáldsögunni Níu þjófalyklum (2004) brýst Guðjón í sífellu inn í frásögnina og ræðir smásöguna sem verið er að segja hverju sinni við Helenu, en hann er „höfundur“ smásagnanna. Í sprenghlægilegri senu í lok þeirrar bókar hittir hann fyrir rithöfundinn Ólaf Jóhann Ólafsson (raunveru- legan höfund bókarinnar Níu lyklar) sem hefur undir höndum búnað – skuggsjá – sem gerir honum kleift að hafa áhrif á skrif annarra. Skuggsjána hefur hann nýtt sér til að brjóta sér leið inn í bók „Hermanns Stefánssonar, rithöfundar af yngri kynslóðinni“ (120). Í Stefnuljósum (2005) var þessi sjálf- sögulega hneigð myndhverfð í sögu sem Guðjón er að skrifa og gerist í fjarlægri framtíð þar sem sjálfsfróun í almenningsrými er útbreidd og trúarleg athöfn. Þótt frásögnin í Algleymi sé sundurlaus í samræmi við huga hins ófrásagnar- færa Guðjóns þá þyrstir lesandann samt í sögu með upphaf, miðju og endi. Minningar og upplifanir Guðjóns eru stundum í mótsögn hver við aðra en les- andinn leitast engu að síður við að smíða úr þeim heildstæðan sagnaheim sem byggist á orsök og afleiðingu, fer frá A til B. Bygging sögunnar býður upp á þetta; hún er ekki jafn ævintýraleg og maður gæti búist við, heldur vindur henni fram í tímaröð þar sem upplýsingar um fortíðina eru veittar í samtölum og eyðurnar verða til þegar Guðjón „dettur út“. Þá fær lesandinn að skyggnast inn í huga Helenu og líklega er þriðjungur bókarinnar skrifaður í hennar orðastað. Helena fer vestur á firði að þýða glæpasögu þegar Guðjón verður fyrir slysinu. Þegar þangað er komið er eins og þýðingin smiti Algleymi því bókin verður æ glæpasögulegri. Í lokin tekur glæpasagnaformið eiginlega alveg yfir. Glæpurinn er atvikið sem henti Guðjón en það er lengst af óljóst hvort um var að ræða slys eða ofbeldisverk, hverjir áttu í hlut og í hvaða tilgangi. Guðjón og Helena komast á snoðir um samsæri sem geðbilaður vísindamaður stýrir og síðustu kaflarnir í bókinni eru eins og klipptir út úr einhverri spennumynd- inni; Guðjón og Helena að læðast að næturlagi framhjá vörðum á skuggalegu sjúkrahúsi í Austurríki þar sem þau eru fangar. Hins vegar verður seint sagt að TMM_2_2009.indd 121 5/26/09 10:53:29 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.