Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 124
D ó m a r u m b æ k u r 124 TMM 2009 · 2 andi í kirkju hans á jörðu niðri. Jesús var hæstráðandi. Hann var númer eitt en Páll númer tvö. Halelúja! Og hann skrifaði meira að segja stóran hluta af þessari bók! (71–72) Líkt og Páll, sem ofsótti söfnuð Guðs og reyndi að uppræta hann, hefur Tom- islav Bokšic, öðru nafni Toxic, lifað syndugu lífi. Hann hefur líka starfað „sem böðull“, „sem óbreyttur blóðverkamaður“ (183), meira að segja „myrt sjálfan sendiboða guðs“ (159). Og hliðstætt því að Páll postuli heyrir „rödd Drottins“ verður Toxic fyrir opinberun þegar hann sér vofuna af myrtri ástkonu sinni í bíl á götu í Reykjavík. Þar verða hvörf í sögunni, hinn harðsnúni atvinnumorð- ingi brestur í grát og reynir að komast í kirkju en hún reynist lokuð (142–144). Í kjölfarið rekur hann morðferil sinn á „Syndabraut“ á leið sinni eftir Sunda- braut: Allt í einu birtist hálfblátt höfuð Munitu fyrir framan mig, fljótandi í lausu lofti, líkt og risavaxin kafloðin könguló. Ég geng áfram, talandi við sjálfan mig og hana. Ég er fastur í Ísskápalandi og hef engan til að tala við nema sjálfan mig, syndir mínar og sár. (146) Sögumaður reynir sjálfsmorð sem mistekst en sér þá stóran bláan krossinn á kirkju sértrúarsafnaðar Tortures predikara sem verður varðan á leið hans heim til Goodmoondoors og eiginkonu hans, Sickreader. Eftir það hefst eins konar endurhæfing hans í „söfnuði“ Tortures. Það er þó ekki að sjá að ofbeldisfull „meðferð“ Tortures og hjálpræði trúarinnar verði sögumanni til bjargar, enda efast hann um hvort tveggja, en engu að síður fer svo að hann horfist í augu við glæpi sína og nær aftur tengslum við sinn mennska kjarna. Á sama hátt og Sál varð Páll breytir sögumaður um nafn, hann fær íslenska nafnið Tómas Leifur Ólafsson. Tómas er hinn vantrúaði lærisveinn, trúir ekki nema því sem hann þreifar á. Í Jóhannesarguðspjalli 20.24-29 er greint frá því að þegar Jesús birtist lærisveinunum eftir krossfestinguna hafi Tómas ekki verið með þeim. Hann trúir ekki hinum lærisveinunum þegar þeir segjast hafa séð Drottin: „Sjái ég ekki naglaförin í höndum hans og geti sett fingur minn í naglaförin og lagt hönd mína í síðu hans, mun ég alls ekki trúa.“ Í heildarsam- hengi skáldsögu Hallgríms, þar sem kraftbirting holdsins kemur í stað guð- legrar opinberunar í sögu Páls postula, er það þessi jarðneski skilningur sem blífur. Sögumaður hættir að vera Toxic, hinn eitraði, sem „ofsótti“ holdið, og verður Tómas sem öðlast sannleikann við snertingu. Hitt nafnið, Leifur, er skylt nafnorðinu leif í merkingunni arfur eða eitthvað sem skilið er eftir og sögninni leifa, að skilja eftir. Nafnið tengist einnig sögn- inni að lifa og nafnorðinu líf, ef marka má ritið Nöfn Íslendinga. Meðan á með- ferðinni hjá Torture stendur og sögumaður ber líf sitt saman við feril Páls postula verður honum hugsað til þess að Páll endaði sem „kirkjufaðir“ og velt- ir fyrir sér hvort hann muni sjálfur skilja eitthvað eftir: „Kannski maður eigi eftir að feðra eitthvað. Vonandi samt eitthvað annað en kirkju.“ (183) Í sögulok bendir allt til þess að sú ósk rætist. TMM_2_2009.indd 124 5/26/09 10:53:29 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.