Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Side 125

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Side 125
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 2 125 Umbreytingin á Sál í Pál er ótrúleg en er notuð í sögu Hallgríms sem skálda- leyfi, réttlætir ólíkindalega framvindu sögunnar og breytinguna á kaldrifjuð- um atvinnumorðingja í umhyggjusaman tilvonandi föður. Og þrátt fyrir Tort- ure-terapíuna verður sú breyting ekki fyrir áhrif frá heilögum anda eða trú, heldur er jarðnesk í eðli sínu og opinberanir sögumanns eru af holdlegum toga. Bókin er full af þeirri ísmeygilegu kímni sem einkennir verk Hallgríms og persónur eru margar skoplega upp dregnar, ýktar útfærslur á fyrirmyndum úr veruleikanum. Hér verður húmorinn víða býsna svartur vegna tilvísana til starfsgreinar sögumannsins. Andi kvikmyndaleikstjórans Quentins Tarantino svífur yfir vötnum, ekki síst í því hvernig ofbeldi og morð eru færð inn á svið hversdagslegra fyrirbæra. Toxic hefur morð að atvinnu, en skírskotanir til hennar í samhengi við íslenskan hversdagsveruleika eru oft drepfyndnar. Raunar er Tarantinos getið oftar en einu sinni í bókinni og þá vísað til frægrar Íslandsferðar leikstjórans þar sem áfengi og lausgyrtar meyjar komu mjög við sögu. Tarantino á að hafa sofið hjá vinkonu Gunnhildar, dóttur Goodmoondoor, sem „hefur örugglega sofið hjá hundrað og fjörutíu“: „Þá höfum við það. Tar- antino á 139 íslenska kviðmága. Hann er vonandi búinn að uppfæra jólakorta- listann.“ (116) Sem fyrr segir ferðast Toxic undir fölsku flaggi, er annar en hann gefur sig út fyrir að vera, og oft skapast mjög kostuleg spenna milli leikna hlutverksins og þess hver hann er í raun. Svipað er uppi á teningnum í sambandi við pers- ónuna Truster sem Tómas heldur lengi vel að sé bróðir Gunnhildar, ástmeyjar sinnar, en reynist svo vera kærasti hennar. Af þessum misskilningi spretta ýmsar óborganlegar farsakenndar uppákomur. Í bókinni koma fram margvíslegar vangaveltur um ofbeldi, oft í kaldhæðni, eins og þegar fjallað er um það í tengslum við kynlíf. Þegar líður á söguna fá þessar vangaveltur þó alvarlegri undirtón samfara því að sögumaður rifjar upp þátttöku sína í Bosníustríðinu og persónulegan harm sinn þar. Hann hefur þurft að íklæðast hverju gervinu utan yfir annað og líkir sér við babúskudúkku þar sem innan í hverri dúkku leynist önnur minni: Ég horfi á sjálfan mig í speglinum. Einhvernveginn finnst mér þetta ekki vera ég. Ég stend andspænis babúskudúkku sem skartar andliti amerísks sjónvarpspredikara. Inni í henni er önnur dúkka: Pólski húsamálarinn Tadeusz Boksiwic. Inni í honum er rússneski vopnasmyglarinn Igor Illitch. Inni í honum leigumorðinginn Toxic. Inni í honum Ameríkubusinn Tom Boksic. Og innstur er svo „Meistarinn“, litli drengurinn Tomislav frá Split í Króatíu. (99) Þessi lög flettast burt eftir því sem sögunni vindur fram og eftir stendur sárs- aukafull reynsla af styrjöld og mannvonsku. Á móti er teflt ástinni sem sam- einingarafli sem virðir ekki landamæri en verður stundum ofbeldinu að bráð. Þetta kemur meðal annars fram í lýsingunni á sambandi sögumanns við serb- neska stúlku sem verður að flytja burt þegar Bosníustríðið skellur á, en þau hittast aftur í stríðinu miðju. TMM_2_2009.indd 125 5/26/09 10:53:30 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.