Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 21
R á n y r k j u b ú TMM 2011 · 3 21 Íslenskir aðalverktakar? Svona aðferðir eru ekki af frjálshyggjutoga og fráleitt að kenna henni sem hugmyndafræði um rán um hábjartan dag. 8 Raunverulegir frjálshyggjumenn eins og þeir sem skrifa á andriki.is hafa horn í síðu ríkisstjórna undir forystu Sjálfstæðisflokksins: „Hvernig á f lokkurinn að vera trúverðugur í gagnrýni sinni á skattahækkanir og eyðslugleði vinstri stjórnar þegar hann er sjálfur búinn að hækka skatta og útgjöld“ var spurt 2009, og bent á að 2006–2008 varð methækkun á ríkisútgjöldum upp á 35%, eða 120 milljarða. (Tilvitnun tekin úr Fréttatímanum 19. ágúst 2011). 9 Nokkur umræða hefur staðið um hvort „frjálshyggja“ hafi einkennt stjórnarhætti á Íslandi áratugina fyrir Hrun og hallast ég nokkuð að máli Atla Harðarsonar um að bæði sé hug- takanotkunin allmikið á reiki, og síðan að tímabilið hafi alls ekki uppfyllt þau skilyrði sem gera verði um frjálshyggju. Sjá til dæmis ritdóm hans um „Eilífðarvélina“, bók sem tekur á mörgum „frjálshyggjuþáttum“. (http://this.is/atli/textar /ymislegt/Um_Eilifdarvjeli na.htm.) Guðni Elísson svarar Atla ágætlega í maíhefti TMM 2010. Ég er samt ekki sannfærður um að þær kenningar sem Guðni rekur um að einkavæðingin hafi beinlínis kallað á aukin ríkis umsvif, eins og voru hér á landi, séu alveg skotheldar. Ef Sjálfstæðisflokkurinn á val kýs hann frekar stundleg pólitísk uppkaup en að halda sig við hugmyndafræðilega línu. Og það er það sem hann gerði, ríkið varð framkvæmdaarmur og kosningasjóður flokksins. 10 Styrmir Gunnarsson skuldar okkur ennþá bókina þar sem hann útskýrir þetta. 11 Nota bene: Ég er ekki einn af þeim sem bendi á ótiltekin „útlönd“ eða „lönd sem við viljum bera okkur saman við“ sem fyrirmynd um þroska, þau eru eins og dæmin sanna gjörspillt mörg á ýmsa lund. Það sem við sjáum þessi misserin er ótrúleg afhjúpun á „vestrænum lýðræðis- ríkjum“. 12 Þar sem ég hef kynnst stjórnmálaflokkum er hollustan ótrúlega hörð krafa, miklu harðari, tel ég, en fólk átti sig almennt á. Auðveldast er að átta sig á þessu þegar þögnin verur allsráðandi, eða þegar gagnrýnendur á eitthvert innanflokksapparat fá til tevatnsins – ekki vegna röksemd- anna heldur afstöðunnar yfirleitt. Hollustan birtist líka stundum í skringilegu hjarðeðli. Eftir síðustu borgarstjórnarkosningarnar þar sem Samfylking og Sjálfstæðisflokkur guldu afhroð mættu oddvitar f lokkanna á kosningavökur til að flytja „sigurræður“. Og var klappað lóf í lófa af viðstöddum. 13 Stjórnmálaflokkarnir hafa rík einkenni ættbálks að mínu mati, frekar en hugmyndasmiðju, en þá umræðu geymi ég. Líkast til er núverandi Framsóknarflokkur hreinræktaðasta birtingar- mynd „veiðimanna og safnara“ á stjórnmálamörkinni. 14 Bent hefur verið á að rekja megi þessa hugsun allt aftur til þjóðveldisaldar og goðorðanna, Íslendingar hafi fært gamla höfðingjaveldið í nýjan búning hverju sinni en aldrei skilið við grundvallarhugsunina. Í uppgjörinu við Hrunið hefur mikið borið á gagnrýni á „formanna- ræði“ sem er nákvæmlega það sem hér er talað um. Rannsóknir á vinnubrögðum og -aðferðum Davíðs Oddssonar munu að líkindum leiða í ljós að í honum hafi höfðingjaveldið komist á efsta stigið, án þess að því sé slegið föstu hér, en eins og vitað er tileinkuðu fleiri sér sömu vinnubrögð. 15 Maður óttast reyndar að eitthvað verulega slæmt eigi eftir að koma upp í þessu efni síðar. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna einstakir stjórnmálamenn í þröngum hópi kusu að gera kunningja sína að ofurauðmönnum, prívat og persónulega. Hvað gekk þeim til? Var enginn persónulegur ávinningur neins staðar í þessu? Vonandi ekki, en hingað til hefur maður ekki séð neitt sem bendir til að Íslendingar séu heiðarlegra fólk en gengur og gerist. 16 Það voru ekki ýkja margir á móti einkavæðingu ríkisbankanna á sínum tíma enda flestum full- ljóst hvers konar svikamylla þeir voru. En ekki tók betra við. 17 Í áðurnefndri TMM grein lýsir Ingibjörg Sólrún ágætlega hvernig þetta gerðist eftir kosning- arnar 2003 og eftir hvaða leiðum flokkurinn herti tök sín gegnum ríkisapparatið. Sem „aðferð“ er þetta ekkert nýtt í sögu Sjálfstæðisflokksins, bara miklu fágaðri leið að sama marki og Guðni Th. Jóhannesson rekur í ævisögu Gunnars Thoroddsens um það hvernig pólitísk hags- munagæsla fór fram.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.