Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 54
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 54 TMM 2011 · 3 fá þær æ meira rými eftir því sem á líður. Þetta á þó sérstaklega við um Erlend, því frá og með Röddinni (2002) verður þáttur hans enn meira áberandi og tvær bókanna, Harðskafi (2007) og Furðustrandir (2010), fjalla í raun fyrst og fremst um hann, sérstaklega sú síðarnefnda. Fyrstu bækurnar virðast eiga að gerast með um það bil árs millibili en svo fara atburðir að þéttast og það kom mér á óvart að uppgötva að frá Mýrinni (sem gerist í október 2001, þrátt fyrir að koma út árið 2000), rekja bækurnar sig hratt og síðustu fjórar, Harðskafi, Myrká (2008), Svörtuloft (2009) og Furðustrandir, gerast allar á sama tíma, um miðjan fyrsta áratug aldarinnar.7 Hlutirnir gerast því mun hraðar í heimi Erlendar og félaga, eða hægar, eftir því hvernig á það er litið. Hin dularfulla persóna Marion Briem birtist fyrst í Mýrinni og aðrar persónur sögunnar velta fyrir sér hvort Marion sé kven- eða karlkyns. Erlendur gefur ekkert upp (og Arnaldur ekki heldur) og þegar Marion deyr svo í Vetrarborginni (2005) hefur persónan enn ekki fengið ákveðið kyn. (Þess má svo geta að þessi textalegi leikur höfundar að skrifa kyn- lausan texta nær ákveðnu hámarki í Bettý.) Erlendur kynnist konu, Valgerði, í Röddinni og kemur hún ofurlítið við sögu í bókunum sem á eftir fylgja. Mannshvörf eru þema allt frá fyrstu bókinni, Sonum duftsins, og eru reyndar rædd í kjölfarið á lýsingunni sem vitnað er til hér að framan um ömurleika íslenskra glæpa: „Til voru dæmi um óútskýrð mannshvörf og þeim virtist fara fjölgandi.“8 Erlendur tekur mannshvörf alvarlega, auk þess sem hann tengir þau söknuði og sorg. Nöturleiki mannshvarfanna og skeytingarleysisins gagnvart þeim endurspeglast í hversu hráslagalega hann lýsir íslenskum morðum en í flestum tilfellum eiga þessar lýsingar vel við um þau morð sem til umfjöllunar eru í bókum Arnaldar. Í þessu sambandi er vert að minnast þess að þau „glæpa“-mál sem reynst hafa íslensku samfélagi einna erfiðust á síðari árum, svokölluð Guðmundar- og Geirfinnsmál, snúast einmitt um óupplýst mannshvörf. Það er þó ekki fyrr en í Grafarþögn (2001) sem sagt er frá hvarfi bróður Erlendar sem týndist í aftakaveðri og hríðarbyl þegar þeir voru drengir. Erlendar-saga Þegar Erlendur segir Evu Lind, meðan hún liggur í dái, frá hvarfi bróður síns, segir það lesanda strax margt um persónu hans – til dæmis að hann getur ekki opnað sig fyrir fólki undir eðlilegum kringumstæðum. Áður hafði ítrekað komið í ljós að Erlendur hefur mikinn áhuga á manns- hvörfum og þjóðlegum fróðleik um hrakningasögur; sjálfur hvarf hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.