Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 81
A r a b í s k a v o r i ð
TMM 2011 · 3 81
sem tíðkast hafi og staðföst neitun fjöldans að láta að stjórn eins og
tíðkast hafi. Uppreisnirnar í Miðausturlöndum eru birtingarmynd slíks
ástands.
Víðast hvar má greina þrjá meginstrauma sem reyna nú að ná undir-
tökum í umrótinu sem fylgdi uppreisnunum – ef frá er talinn gamli
valdakjarninn. Í fyrsta lagi eru það islamistarnir sem eru vel skipulagðir
og búa að áratuga hefð. Í Egyptalandi mun Múslimska bræðralagið án
efa spila stórt hlutverk. Þeir eru hins vegar ekki einsleitur hópur frekar en
aðrir islamistar og ungu fólki innan bræðralagsins þykir t.d. forysta þess
of íhaldssöm og mótuð af gamla Egyptalandi. Í öðru lagi eru svo ungir
lýðræðissinnar sem eru ótruflaðir af pólitískum hefðum og kreddum
en sækja sumir hverjir styrk í frjálslynd sjónarmið og lýðræðistilraunir
sem gerðar voru í arabaheiminum á fyrri hluta 20. aldar. Í þriðja lagi eru
svo fulltrúar fjármagnsins sem munu reyna að hrista af sér ábyrgðina á
samneytinu við fyrri valdhafa og búa til ný sambönd. Fyrst um sinn eru
islamistarnir líklegir til að hafa sterka stöðu en án efa munu hinir sækja
í sig veðrið þegar fram líða stundir auk þess sem nýir flokkar munu
koma fram og bæði ögra og hafa áhrif á þá sem fyrir eru. Bandalög og
hagsmunir munu breytast. Enn er svo með öllu óljóst hvaða hlutverk
herinn mun leika í stjórnkerfinu á komandi misserum en það verður
áreiðanlega erfitt fyrir mótmælendur með sitt flata skipulag og herinn
með sitt öfluga miðstýrða kerfi að ná saman.
Án efa á margt ungt fólk í arabaheiminum eftir að upplifa svik við
hugsjónir uppreisnarinnar. Mjög líklegt er að hinum sjálfsprottnu for-
ystumönnum uppreisnanna finnist sem þeim sé ýtt út á jaðarinn og
þeir gerðir áhrifalausir. Styrkur uppreisnarhreyfingarinnar sem fólst í
því að hún varð til fyrir utan valdakerfið, án hefðbundins skipulags og
forystu, getur orðið veikleiki hennar þegar uppreisnarástandinu lýkur.
Uppreisnarhreyfingin hefur hins vegar hrakið spillta stjórnarherra frá
völdum, og skotið öðrum skelk í bringu, með aðferðafræði hinna frið-
samlegu en staðföstu fjöldamótmæla sem endurspegla þarfir og óskir
almennings. Uppreisnarhreyfingin varpar ljósi á hversu lítill stuðningur
er í raun við hugmyndir islamista og aðferðafræði hinnar vopnuðu upp-
reisnar eða jihad undir forystu rétttrúaðra. Þessi aðferðafræði ofbeldisins
hefur hitt múslima sjálfa fyrir og átt þátt í að kalla yfir þá ómældar
hörmungar, s.s. á herteknu svæðunum í Palestínu, Írak og Afganistan.
En ofbeldið hefur ekki aðeins leitt hörmungar yfir fólkið heldur hefur
það engum árangri skilað sem baráttuaðferð gegn spilltri valdstjórn. En
nú fylgja þessir sömu islamistar í humátt á eftir mótmælendum og styðja
uppreisn þeirra ýmist beint eða óbeint. Jafnvel það undarlega hefur gerst