Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 134

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 134
Á d r e p u r 134 TMM 2011 · 3 dæmigert fyrir f lokkinn. Það sker sig úr fyrir þær sakir að það er undantekning frá þeirri meginaðferð Steins að vekja hughrif með einstökum orðum, orða- samböndum og myndum. Sem er út af fyrir sig arfur frá symbólisma, eins og svo margt í nútímaljóðlist, en ekki sur- realisma. Fleira má nefna sem andstætt er þeirri stefnu, svo sem fágun ljóðanna. Þau eru greinilega mjög vísvituð smíð og fáguð til hins ítrasta. Og samsetning bálksins er þaulhugsuð, afurð margra ára tilrauna. [bls. 28. Enn segir Þorsteinn í aftanmálsgrein 8, bls. 35: fastmótað kerfi á borð við ljóðstafasetningu er surreal- isma fjarlægt.] Þetta minnir á tilvitnaða klausu Matth- íasar um hughrif symbólisma hér að framan. Síðustu atriði sín rökstyður Þorsteinn ekki, og sé ég ekki aðra skýr- ingu á því en að hann fylgi hér þeim gamalkunna fordómi að rugla saman hráefni surrealista og afurðum. Þeir lögðu sig fram um að brjótast út úr vanahugsun með því að stunda ósjálf- ráða skrift, og að skrifa hver eftir öðrum á blað án þess að sjá hvað hinir skrifuðu, og fleira af því tagi, oft hópstarf. Þetta var til að vekja ímyndunaraflið, úr því frumefni unnu þeir, en að sjálfsögðu eru öll listaverk eining, hnituð úr mismun- andi þáttum, yfirleguverk einstaklings. Ég bíð þess spenntur að Þorsteinn sýni fram á annað um verk surrealista. Ég færi mörg dæmi þess að Steinn byggi ljóðabálkinn Tíminn og vatnið ekki síst á surrealískum mótsögnum ljóðabálksins „mannen utan väg“ eftir sænska skáldið Erik Lindegren, en hann birtist fyrst árið 1942, var endurútgef- inn 1946 og vakti þá mikla athygli. Alkunna var að Steinn var mánuðum saman í Svíþjóð upp úr seinni heims- styrjöld – ásamt Hannesi Sigfússyni, sem vitnar að þeir þá lásu sænsk nútímaskáld, m.a. Lindegren. Hannes vildi þó ekki kannast við áhrif þeirra á þá Stein (Örn Ólafsson 2005, bls. 120). Eins og ég nefndi þar í grein minni er það ekki mín uppgötvun að tengja Tím- ann og vatnið við þennan ljóðabálk Lin- degren, það gerði danski þýðandi ljóða Steins, Poul P.M. Pedersen þegar árið 1964 í formála danskra þýðinga sinna á ljóðum Steins. Þorsteini bar sem öðrum fræðimönn- um að kanna hvort eitthvað í Tímanum og vatninu mælti gegn túlkun hans. Og það var auðfundið í mínum fjölmörgu dæmum um mótsetningar, samstillingu ósamræmanlegra atriða, en það tel ég megineinkenni surrealisma. Og þótt módernismi svo sem surrealismi hafi þróast úr symbólisma er hann mjög ólíkur þeirri aðferð symbólista að vekja hughrif. Ég orðaði aðferð þeirra raunar svo í langri rannsókn, Seiðblátt hafið (2008, einkum á bls. 277–434), að með samstillingu mismunandi þátta skapi symbólistar eitthvað nýtt, tilfinningu fyrir andartaki. Þeir gerðu náttúrufyrir- bæri og hugtök nákomin lesendum með persónugervingu þeirra og líkingum við hluti í nánasta umhverfi fólks. En í módernismanum ríkir yfirleitt gagn- stæð stefna, að nota líkingar til að sýna nærtæka, kunnuglega hluti sem ankannalega, framandi. Það einkennir Tímann og vatnið, og raunar æ meir frá fyrri gerð til seinni. Í þeim bálki skiptir meginmáli að ljóðmælandi er í fögru, annarlegu, óskiljanlegu umhverfi, það er umhverfi, sem hann hefur engin tök á. Það er mjög mikilvægt í ljóðabálkin- um, að mótsagnir hans girða fyrir rök- legan skilning. Þannig skynja lesendur þessar ógöngur, finna fyrir þeim. Og þaðan reynir ljóðmælandi að nálgast viðmælanda í ástarsambandi, sem virð- ist þá eina leiðin til að ná tökum á til- verunni. Ætli skýring þess að Þorsteinn lætur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.