Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 10
S a lv ö r N o r d a l
10 TMM 2012 · 1
ætlað að starfa að miklu leyti fyrir opnum tjöldum og gefa almenningi
tækifæri til að koma að sínum sjónarmiðum.
Verklag stjórnlagaráðs var í stuttu máli á þann veg að í upphafi setti
það sér starfsreglur, skipaði nefndir og kaus formenn og varaformenn
þeirra. Starfsreglurnar endurspegluðu að nokkru leyti þær reglur sem
þegar höfðu verið mótaðar af Alþingi fyrir stjórnlagaþing þótt starfs-
hættir hafi verið einfaldaðir talsvert. Töluverð umræða var um þessi mál
í upphafi starfsins og var reynt að komast að sameiginlegri niðurstöðu
um tilhögun þess.
Vinnutilhögun frá einni viku til annarrar var á þá leið að nefndirnar
héldu nefndarfundi fyrri hluta vikunnar og mótuðu tillögur um einstök
efni. Um miðja viku voru síðan tillögur kynntar á nefndarfundum sem
voru opnir öðrum ráðsmönnum og loks voru þær ræddar og afgreiddar
á ráðsfundum á fimmtudögum sem voru sendir út beint á netinu.
Málefnavinnan fór því mikið fram í nefndunum og oft voru helstu
málamiðlanir gerðar þar. Miklar umræður voru gjarnan á þessum mið-
vikudagsfundum þar sem hver nefnd kynnti drög að sínum tillögum
og í kjölfar athugasemda á fimmtudögum yfirfóru nefndirnar tillögur
og gerðu frekari breytingar. Þannig fór hópurinn smám saman yfir
álitaefnin, lagði fram tillögur til umræðu sem voru fínpússaðar í fram-
haldinu. Þá var leitast við að senda mótaðar tillögur til sérfræðinga til
yfirlestrar eins og kostur var.
Vitaskuld fengu einstök efnisatriði mismikla umræðu. Sumar hug-
myndir komu snemma fram og fóru nokkrum sinnum í gegnum þetta
ferli, önnur efni voru erfiðari og þyngri og komu síðar fram eða jafnvel
undir lokin. Þannig snertu fyrstu tillögur sem ræddar voru mannrétt-
indi og dómsvald, heildstæðar tillögur um forseta og ráðherra komu
fram síðar og aðfararorðin voru afgreidd eftir að greitt hafði verið
atkvæði um skjalið í heild.
Á meðan stjórnlagaráð var við störf fékk það talsverð viðbrögð frá
almenningi. Fjölmörg erindi voru send um margvísleg efni, auk þess
sem almenningi gafst kostur á að bregðast á vefnum við tillögum
stjórnlagaráðs hverju sinni. Þannig var hægt að fylgjast með mótun til-
lagnanna sem oft tóku miklum breytingum í ferlinu. Þó ekki væri með-
vitað unnið með hugmyndir um samræðumiðað viðhorf til lýðræðis er
óhætt að segja að umræðan hafi um margt lotið lögmálum þess.
Þessi aðferðafræði var þó ekki einhlít enda var í lokaafgreiðslu frum-
varpsins heimilað að leggja fram breytingatillögur og var þá efnt til
kosninga um þær. Fór það svo að um 60 tillögur voru samþykktar í fyrri
umræðu um frumvarpið í heild, sumar þeirra höfðu fengið talsverða