Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 15
TMM 2012 · 1 15
„ … r a u n v e r u l e g l ý ð r æ ð i s l e g u m r æ ð a …“
Íslenska stjórnarskráin verðskuldar það eitt að stjórnmálamenn,
fræði menn, sérfræðingar og áhugamenn um málefni stjórnarskrárinnar
sam einist um að leiða uppbyggilega umræðu og síðast en ekki síst að
íslenskir fjölmiðlar sýni verkefninu verðskuldaðan áhuga og upplýsi
almenning um þessi mikilvægu efni.
Því þegar öllu er á botninn hvolft berum við öll ábyrgð á því hvernig
tekst til við þetta mikilvæga verkefni. Ef okkur tekst í sameiningu að
efna til lýðræðislegrar samræðu, ræktum við ríkið – okkar sameiginlegu
gildi – og sýnum í verki að við höfum lært af atburðum síðustu ára.
Tilvísanir
1 Greinin byggir á fyrirlestri sem haldinn var á málþingi í Háskólanum á Akureyri 1. desember
2011 og bar yfirskriftina: Stjórnarskrá í mótun – Hvernig lítur hún út? Fyrirlesturinn var einnig
fluttur á málstofu í stjórnskipunarrétti, 1. febrúar 2012. Höfundur þakkar Páli Skúlasyni og
ritstjóra TMM gagnlegar ábendingar við lokafrágang.
2 Lög um stjórnlagaþing, 90/2010.
3 Skýrsla stjórnlaganefndar 2011, Guðrún Pétursdóttir, ritstjóri, (Reykjavík, Stjórnlaganefnd,
2011).
4 Sbr. erindi Páls Skúlasonar, „Af hverju brást ríkið?“ sem var flutt í Háskóla Íslands 16. október
2009. Glærur af erindinu eru að finna á heimasíðu Páls, www.vefir.hi.is/pall
5 Sjá Vilhjálmur Árnason, „Lífpólitík í lýðræðissamfélagi“, í Salvör Nordal og Vilhjálmur
Árnason (ritstj.), Siðfræði og samfélag, (Reykjavík, Siðfræðistofnun 2011), bls. 169–170.
6 Sjá til dæmis Amy Gutmann og Dennis Thomson, Why Deliberative Democracy, (Princeton og
Oxford, Princeton University Press, 2004).
7 Viðtal við Jón Ólafsson í Landið sem rís í Ríkisútvarpinu, 18. september 2011.
8 Sjá umfjöllun um mikilvægi opinnar umræðu í störfum stjórnlagaráðs í Salvör Nordal,
„Stjórnlagaráð í umboði hvers?“, Skírnir, 185 (vor 2011).