Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Qupperneq 18

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Qupperneq 18
E i n a r M á r G u ð m u n d s s o n 18 TMM 2012 · 1 Við Bragi höfðum komið þarna áður. Þremur vikum fyrr. Það var ástæðan fyrir því að við vorum komnir þarna aftur. Nú vorum við tveir í hlutverki skáldanna. Í hitt skiptið vorum við fleiri. Það var 1. desember árið 1994 á sjálfan fullveldisdaginn árið sem lýðveldið varð fimmtugt. Því var boðað til bókmenntadagskrár á Vellinum, þeirrar fyrstu frá því að herstöðvarsamningurinn var undirritaður árið 1951. Hún var til marks um endalok kalda stríðsins. Það þótti aldrei menningarlegt að stíga fæti inn fyrir þröskuld herstöðvarinnar og því síður að hernaðar- yfirvöld hefðu áhuga á menningu okkar eyjarskeggja. „Þetta eru breyttir tímar,“ sagði Sigurður A. Magnússon rithöf- undur og baráttumaður. Hann var elstur í hópnum og hélt einskonar hátíðarræðu. „Síðast þegar ég kom hingað var ég handtekinn. Nú stend ég hér og tala um íslenskar bókmenntir.“ Hermennirnir klöppuðu fyrir Sigurði. Við gerðum það líka. Allir klöppuðu fyrir Sigurði. Já, svo sannarlega lifðum við í breyttum heimi þar sem allt virtist horfa til betri vegar. *** Dagskráin gekk alveg prýðilega. Bæði íslenska sjónvarpið og það ameríska voru mætt á staðinn og á eftir voru tekin við okkur viðtöl. Ég ræddi við amerískan sjónvarpsmann, ungan dökkhærðan mann í hvítri nylonskyrtu. Greindur og myndarlegur piltur sem vildi vita allt um viðhorfin til herstöðvarinnar, um samband Íslands og Bandaríkjanna. Ég rakti það í hreinskilni augnabliksins og talaði um áhrif íslenskra fornsagna á bandaríska rithöfunda og kvikmyndir og áhrif bandarískra rithöfunda á okkur og okkar bókmenntir. Ég nefndi þjóðir sem byggja sjálfsmynd sína á landnámi og skyldleikann með hetjum íslenskra forn- sagna og amerískra kúrekamynda. Ég sagði honum líka frá frændum mínum sem sigldu með farskipum og færðu mér hljómplötur með Jefferson Airplane, Grateful Dead og Frank Zappa og nefndi nokkra af þeim bandarísku höfundum sem mér eru hugleiknir einsog Sinclair Lewis, John Steinbeck og William Faulkner. Ég gleymdi ekki Bob Dylan eða Brautigan eða Vonnegut en kom ekki nærri því öllum að. Að dagskrá lokinni fórum við í Herforingjaklúbbinn. Þar var rólegt, örfáir hermenn, en meirihluti gesta voru íslenskir lögregluþjónar í pílu- kasti. Á meðan einn henti pílum drukku hinir bjór. Mér skildist að þetta væri liður í riðlakeppni á milli lögregluembætta á höfuðborgarsvæðinu og lögregluembættisins á Keflavíkurflugvelli, en þegar ég spurði hver staðan væri lyftu lögregluþjónarnir glösum og hlógu. Pílukastið var augljóst yfirvarp og ekkert annað en afsökun til að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.