Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 30
S n o r r i Pá l l J ó n s s o n Ú l f h i l d a r s o n
30 TMM 2012 · 1
krakkar næla þeir vörumerkjum sínum á bak hvers þess sem gefur á
sér færi. Á götuhornum standa sölumenn syndaaflausna og kynna góð-
gerðar lógó á sama tíma og andófshreyfingar markaðssetja málstaðinn,
smætta hugmyndir sínar og setja á útsölu, segja „Marx var anark-
isti“ í von um að selja hann ungum og gröðum uppreisnarseggjum.
Umkringdur ólíkum varningi, týndur og óviss um í hvorn fótinn hann
á að stíga, hvaða vara hann skal vera, krefst vegfarandinn þess að verða
sannfærður – segir „seldu mér þetta“ en meinar „útskýrðu“.
Í slíku samfélagi er uppreisn gegn alvaldi vörunnar róttæk hvernig
sem á hana er litið. Hún gildisfellir vöruna, marghliða merkingu hennar
og sér í lagi ofuraflið sem stendur um hana vörð.
Engum dylst að kveikjan að Lundúnaóeirðunum var morðið á
Mark Duggan, rétt eins og kveikjan að óeirðunum í Grikklandi í
desember 2008 – óeirðir, gripdeildir og djúpstæð andúð í garð lög-
reglunnar eins og í London11 – var morð lögreglunnar á hinum 15 ára
Alexis Grigoropoulos. Svipaða sögu má segja úr úthverfum Parísar
haustið 2005, þar sem afskipti lögreglunnar af ungmennum af inn-
flytjendaættum leiddu til nokkurra vikna óeirða. Hið sama gildir um
Brixton 1981 og Los Angeles bæði 1992 og 1965. Í London er ljóst að
í kjölfar morðsins áttu sér svo stað tveir atburðir sem voru sem olía á
eldinn: Annars vegar þegar lögreglan lamdi unglingsstelpu í friðsömum
mótmælum við lögreglustöðina í Tottenham, daginn eftir morðið. Hins
vegar ítrekaðar svokallaðar stop-and-search aðgerðir lögreglunnar í
Hackney tveimur dögum síðar.12
Þessar einstöku kveikjur, þessir einangruðu atburðir, eru ekki ástæður
óeirð anna heldur vísbendingar um hversu stuttur þráðurinn er. Eitt
byssu skot og borgin breytist í vígvöll – slíkur sannleikur kveður niður
hverja upphrópun um ástæðulausar óeirðir, tækifærismennsku og and-
félagslega hegðun þeirra sem taka þátt. Akkúrat það hversu háværar
slíkar yfirlýsingar hafa verið í umræðunni um Lundúnaóeirðirnar er
til marks um hversu lífsnauðsynlegt það er yfirvöldum að eiga kost á að
breiða yfir raunveruleikann og setja í staðinn upp leikrit.
Nokkrir þættir af leiksviðinu
Lítum á ljósmynd af ljóshærðum manni, feitlögnum og líkari skop-
mynda fígúru en lifandi veru, sem stendur íklæddur svörtum jakkafötum,
ákveð inn á svip og með nýkeyptan kúst í hendi. Að baki honum er her-
sveit af hvítu fólki sem ber sömu vopn og hann. Öðrum sýnilegri eru
ljós mynd arar og blaðamenn. Sólin skín og bjart er yfir barnahópnum,