Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 30
S n o r r i Pá l l J ó n s s o n Ú l f h i l d a r s o n 30 TMM 2012 · 1 krakkar næla þeir vörumerkjum sínum á bak hvers þess sem gefur á sér færi. Á götuhornum standa sölumenn syndaaflausna og kynna góð- gerðar lógó á sama tíma og andófshreyfingar markaðssetja málstaðinn, smætta hugmyndir sínar og setja á útsölu, segja „Marx var anark- isti“ í von um að selja hann ungum og gröðum uppreisnarseggjum. Umkringdur ólíkum varningi, týndur og óviss um í hvorn fótinn hann á að stíga, hvaða vara hann skal vera, krefst vegfarandinn þess að verða sannfærður – segir „seldu mér þetta“ en meinar „útskýrðu“. Í slíku samfélagi er uppreisn gegn alvaldi vörunnar róttæk hvernig sem á hana er litið. Hún gildisfellir vöruna, marghliða merkingu hennar og sér í lagi ofuraflið sem stendur um hana vörð. Engum dylst að kveikjan að Lundúnaóeirðunum var morðið á Mark Duggan, rétt eins og kveikjan að óeirðunum í Grikklandi í desember 2008 – óeirðir, gripdeildir og djúpstæð andúð í garð lög- reglunnar eins og í London11 – var morð lögreglunnar á hinum 15 ára Alexis Grigoropoulos. Svipaða sögu má segja úr úthverfum Parísar haustið 2005, þar sem afskipti lögreglunnar af ungmennum af inn- flytjendaættum leiddu til nokkurra vikna óeirða. Hið sama gildir um Brixton 1981 og Los Angeles bæði 1992 og 1965. Í London er ljóst að í kjölfar morðsins áttu sér svo stað tveir atburðir sem voru sem olía á eldinn: Annars vegar þegar lögreglan lamdi unglingsstelpu í friðsömum mótmælum við lögreglustöðina í Tottenham, daginn eftir morðið. Hins vegar ítrekaðar svokallaðar stop-and-search aðgerðir lögreglunnar í Hackney tveimur dögum síðar.12 Þessar einstöku kveikjur, þessir einangruðu atburðir, eru ekki ástæður óeirð anna heldur vísbendingar um hversu stuttur þráðurinn er. Eitt byssu skot og borgin breytist í vígvöll – slíkur sannleikur kveður niður hverja upphrópun um ástæðulausar óeirðir, tækifærismennsku og and- félagslega hegðun þeirra sem taka þátt. Akkúrat það hversu háværar slíkar yfirlýsingar hafa verið í umræðunni um Lundúnaóeirðirnar er til marks um hversu lífsnauðsynlegt það er yfirvöldum að eiga kost á að breiða yfir raunveruleikann og setja í staðinn upp leikrit. Nokkrir þættir af leiksviðinu Lítum á ljósmynd af ljóshærðum manni, feitlögnum og líkari skop- mynda fígúru en lifandi veru, sem stendur íklæddur svörtum jakkafötum, ákveð inn á svip og með nýkeyptan kúst í hendi. Að baki honum er her- sveit af hvítu fólki sem ber sömu vopn og hann. Öðrum sýnilegri eru ljós mynd arar og blaðamenn. Sólin skín og bjart er yfir barnahópnum,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.