Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 31
E l d a r o g e n d u r t e k n i n g a r í a l d i n g a r ð i n u m TMM 2012 · 1 31 það viðrar vel til hreingerninga. Kústurinn snerti aldrei malbikið enda ekki ætlaður til annars en að sópa raunveruleikanum undir teppi – þessi mynd af Boris Johnson borgarstjóra Lundúna, nýkomnum heim úr sumarfríinu, birtist lesendum breskra dagblaða eftir þrjá daga af óeirðum. Viku síðar var leikurinn í höndum forsætisráðherrans Davids Cameron, er hann boðaði til blaðamannafundar í ungmennafélagsmið- stöð og lét ljósmynda sig við veggjakrot. Skilaboðin eru skýr: Jaðarinn er á valdi ráðherrans. Myndin hefur sama tilgang og myndin af borgar- stjóranum, sömu merkingu og mynd af heimsókn presta í leikskóla eða af forsetahjónum að snæðingi með heimilislausum. Hún myndvarpar getu yfirvalda til að breiða arma sína utan um þegna sem verða hættu- legir hefðinni fái þeir að leika lausum hala – getu til að ná stjórn á ný og koma á ró, tilkynna að átökunum sé lokið og að lífið bæði geti og verði að snúa aftur til vanans. Í henni óma hvatningarorð Georges W. Bush tæpum mánuði eftir árásina á Tvíburaturnana: „Við getum ekki leyft hryðjuverkamönnunum að ná fram því takmarki að hræða þjóð okkar upp að því marki að fólk stundi ekki viðskipti, að fólk versli ekki.“13 Leikritið tók á sig fjölda mynda. Í grein sem birtist í fríblaðinu Evening Standard hvatti borgarstjórinn íbúa Lundúna, þessarar „heimsins mestu borgar“, til að sameinast gegn óeirðafólkinu svo óþægilegur raunveru- leikinn muni eingöngu lifa sem „vondur draumur“ þegar Ólympíuleik- arnir ganga í garð sumarið 2012. Líkt og sá sem segir „ég er ekki rasisti en …“ og hefst svo handa við rasískan reiðilestur sinn, minntist borgar- stjórinn á nauðsyn þess að rannsaka dauða Marks Duggan en sagði það jafnframt til marks um afbökun að eigna lögreglunni orsakir óeirðanna. Lögreglan hafi ekki tekið þátt í óeirðum, ekki rænt eða kveikt af handahófi í eignum, og ekki ráðist á saklausa vegfarendur.14 Þetta skólabókadæmi um orwellska nýlensku – þar sem stríð er friður, frelsi er þrældómur og fáfræði er styrkur – felur ekki einungis í sér þá þversögn að kveikjan að óeirðunum var einmitt árás lög- reglunnar á saklausan vegfaranda, heldur sýnir það einnig og enn frekar örvæntingarfullan varnarskjöld um lögregluvaldið sjálft. Tæpum sólarhring áður hafði rithöfundurinn Nina Power bent á að frá og með árinu 1998 hafa í það minnsta 333 látist í vörslu bresku lögreglunnar en ekki einn lögreglumaður verið látinn sæta ábyrgð.15 Niðurstöður nýlegra rannsókna á fátækt og heimilisleysi í Englandi, sem sýna fram á óhugnanlega lágan meðalaldur og háa sjálfsmorðstíðni heimilislausra16, staðfesta svo þá söguskoðun að fátt hafi breyst síðan Orwell ferðaðist um allslaus og utangarðs í París og London og skrásetti harðan heim
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.