Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 32
S n o r r i Pá l l J ó n s s o n Ú l f h i l d a r s o n 32 TMM 2012 · 1 fátæktar og þrældóms.17 Þau sem misstu heimili sín vegna óeirðanna eru einungis dropi í hafsjó þess heimilisleysis sem yfirvöld ekki einungis samþykkja heldur viðhalda og vernda í nafni eignarréttarins. Lög- reglan segist jú vernda líf og eignir – en þó öll dýrin séu jöfn eru sum þeirra jafnari en önnur og eignir þeirra þungvægari en líf hinna. Fyrir hönd banka, fasteignasala og annarra eignarhaldshafa fleygir lögreglan eignalausu fólki, þeim sem lítinn aðgang hafa að vörum, út úr annars tómum húsum, út á gaddinn, skellir fyrir slagbrandi – loklok og læs. Kennslubókadæmið stækkar þegar borgarstjórinn tekur í marg- togaðan streng og minnir lesendur á að það greiði ekki leið smákaup- manna út úr efnahagserfiðleikum að kveikt sé í húsakynnum þeirra. Vissulega var ráðist á litla og óháða kaupmenn á hornum en ásakanir um að óeirðirnar hafi skaðað smákaupmennsku verða hlægilegar þegar horft er til þess hvernig stórverslunarveldi á borð við Tesco – sem hefur það yfirlýsta markmið að selja öllum, selja allt og vera alls staðar – tekur kerfisbundið yfir rými á margföldum hraða óeirðanna og kippir þannig fótunum undan hverjum smákaupmanninum á fætur öðrum. Allt í krafti markaðsfrelsis og allt undir verndarvæng stjórnvalda.18 Þessir leikþættir, þetta orðagjálfur úr tölvum almannatengla yfir valda – allar þessar útskýringar og ásakanir, sem básúnað er yfir hausa mótum lýðsins sem sérstökum fylgifiskum óeirðanna, eru þannig fyrst og fremst smækkaðar myndir af grunngildum samfélagsins sjálfs, niður soðnar birtingar myndir vandamáls sem ekki verður rakið styttra en til sam- félagseðlisins sjálfs, samfélags vörunnar. Óeirðirnar eru hvorki vanda- málið né orsök þess heldur óhjákvæmilegar afleiðingar þess og draga upp úr sögubókunum hundrað ára gömul viðbrögð franska anarkistans Victors Kibalchich, við vopnuðum átökum lettneskra byltingarsinna og Lundúnalögreglunnar í Sidney Street 1911: „Við þurfum hvorki að samþykkja ólöglegar aðgerðir né andmæla þeim. Við segjum: þær eru rökréttar.“19 Græðgi og goðsögnin um hamingjusama neytandann Í annarri umræðu, þeirri sem snýr að orsökum efnahagskreppu dagsins í dag, er orðinu græðgi oft beitt til að löggilda ríkjandi efnahagskerfi og þau félagslegu samskipti sem stöðugt steypa grunn undir það. Þannig er sökinni komið á óskilgreinda svarta sauði sem sagðir eru hafa misnotað völd sín og áhrifastöður, brotið reglur og gengið yfir mörk hins leyfilega. Græðgin er þannig gerð að undantekningu en hófsemin að reglu. Í umræðunni um óeirðirnar er orðið notað í sama tilgangi. Yfirlýsingar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.