Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 42
D a n t e A l i g h i e r i
42 TMM 2012 · 1
Hvað ég síðan sá var yztu nöfum
samtals handan, sjónin glepjast lætur
og minni slíkra ýkna ei við höfum.
Eins og þeim er eftir drauma nætur
aðeins dreggjar tilfinninga hefur,
þótt engin meining megi festa rætur,
svo er mér; því blinduð sýnin sefur
nokkurn veginn, þó er sem hún sái
beint í hjartað sætleik sem hún gefur.
Svo er og er sólin bræðir snjái,
svo er og er vindur laufum feykir
svo tapist Síbylspá og engu spái.
Ó, ljósið mesta, sem úr hæðum heykir
huga dauðlegs, neista þann mér ljáðu
sem dauflegt endurskin á skari kveikir,
og tungu minni máttinn til þess fáðu
að megi neisti sá um framtíð alla
lýsa fólk, að frækorninu sáðu.
Ef mætti hluta minnis endurkalla
og með í þessu ljóði láta hljóma
þinn sigur mundi í hugum hærra gjalla.
Ég hygg að skerpa lífsins geisla ljóma,
ef augu mín ég hefði látið hika,
hefði minnar sálar daprað dóma.
Ég man að hugann hvergi lét ég hvika
og þoldi skinið þar til augnaráði
gæðin mestu móti sáust blika.
Ó, mesta tignin, hverrar hjálp ég þráði
að horfa beint í ljósið eilífðanna
svo djúpt að sjónir mínar út það máði!
Ég greindi dýpst í lindum ljóssins sanna
linduð saman ást í einu bindi
lauf sem dreifð um allan alheim spanna;