Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 47

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 47
K o n a f e r u n d i r va t n TMM 2012 · 1 47 Sumir koma seint en koma þó, með sálina fulla af sögum. „Hún var í kollinum á mér allan tímann,“ sagði Guðrún um Dalalíf. Og lesandinn skynjar að sagan hefur átt sér langa meðgöngu. Við skynjum að höf- undurinn kann þessa sögu, kannski einum of vel. Stundum gleymir hann jafnvel að kynna persónur til leiks. Skyndilega tekur einhver Sigga til máls og við vitum ekkert hver það er. Stundum er því skotið inn eftir að persónan hefur tjáð sig að þetta sé strákurinn á bænum. Hvaða strákur? Hvaðan kom hann? Hver á hann? Höfundurinn má ekki vera að því að útskýra það, því sögunni vindur svo hratt fram. Guðrún stendur við framvinduna og hamast við að snúa henni, sá forkur sem hún er. Krafturinn virðist endalaus, persónur halda áfram að koma og fara, deyja og gifta sig, fram á síðustu blaðsíðu, rétt eins og í lífinu sjálfu. Aldrei hlé. Aldrei stopp. Stundum finnst manni eins og þessi bók sé stórt boð (nei, ég ætla ekki að segja kaffiboð) þar sem gestgjafinn er á þönum og má ekki vera að því að kynna alla gestina. Á tvö þúsund blaðsíðum stíga fram tugir manna og kvenna, sumir aðeins nefndir á nafn, en flestir fá að tala og allar eru þær persónur ákaflega sannferðugar og lifandi. Og er þar kominn helsti styrkleiki höfundar. Guðrún frá Lundi skapar persónur eins og að drekka vatn. Og gerir það á mjög athyglisverðan hátt. Ekki með því að lýsa þeim, ekki með því að dæma þær, ekki með því að fara með ættir þeirra eða segja sögu þeirra, heldur með því einu að láta þær tala. Dalalíf er einn látlaus díalógur. Það væri gaman að gera rannsókn á því og telja línurnar út. Minn grunur er sá að jafnvel meira en tveir þriðju hlutar textans sé bein ræða. Sagan gerist í orðum persónanna. Og því nánast eins og fullbúið handrit að sjónvarpsseríunni sem hlýtur að verða gerð. Og það sem meira er: Hér þarf ekki að hnika til orði, né aðlaga neitt. Vinur minn gerði kvikmyndahandrit upp úr Vefaranum og þar var díalógurinn höfuðvandamál því persónurnar töluðu svo fjálglega skáldlega. Þær fengu sér ekki morgunmat, heldur „gengu til dögurðar“. Þetta vandamál er ekki fyrir hendi hér. Maður trúir því allan tímann að persónur Dalalífs tali eðlilegt talmál síns tíma, og hver með sínum hætti. Og sál hverrar persónu speglast í orðum hennar. Í þessu eina orði „dévoðans“, sem Ketilríður tönnlast á, er allur hennar karakter saman kominn. Leiðréttið mig ef þið getið en ég man ekki eftir mörgum útlits- lýsingum á þeim Jóni á Nautaflötum og Þóru í Hvammi sem verða þó að teljast aðalpersónur þessa mikla verks. Í tilfelli hennar er eitt sinn talað um tvær svartar fléttur. Um Lísibetu er einungis sagt að hún sé „glæsileg
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.