Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 55
K o n a f e r u n d i r va t n
TMM 2012 · 1 55
höfuðið af eftirlætishrútinum sínum. Og mæta þar Ketilríði hálfklæddri
í gættinni.
Bls. 685:
„Góðan daginn,“ sagði hún með lævísu uppgerðarbrosi. „Hvað gengur að þér,
nágranni góður? Ertu svínfullur eða hringlandi vitlaus?“
Já, það er hér skyldleiki við skinnsögurnar. Sami skýrleiki í persónu-
sköpun, sama lifandi aflið. Eða um hvaða sögupersónur tala Íslendingar?
Þeir tala um Gunnar og Njál, Hallgerði og Bergþóru, Gretti og Egil, Bjart
í Sumarhúsum, Sölku Völku og Snæfríði Íslandssól. Þóru í Hvammi, Jón
á Nautaflötum og Kötluna sem gýs.
Guðrún frá Lundi hefði getað orðið betri höfundur, ef tíminn hefði
gefið henni friðinn til þess. En hún er samt afreksmanneskja fyrir því.
Okkur ber að þakka að konu sem fór undir vatn hafi tekist að koma svona
miklu á þurrt, hafi tekist að skrifa dalinn sinn upp úr óminnisdjúpinu.
Dalalíf er dýrmæt bók, því hún fangar lífið á Íslandi eins og það var
á öldunum fyrir rafmagn; lífið eins og það var þegar engar skáldsögur
voru hér skrifaðar; hún brúar bilið á milli Íslendingasagna og Halldórs
Laxness.
Guði sé lof fyrir G. frá Lundi.