Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 57
F r é t t a b r é f ú r s v e i t i n n i TMM 2012 · 1 57 sama um það – hitaveituréttindin í Skarðinu sem seld voru dótturfyrir- tæki Kaupfélagsins eða var það Orgelsjóðsins hafa margfaldast í verði og voru í gær boðin upp að kröfu einhverrar slitanefndar. Hann brunaði í gegnum Hvolsvöll eins og ekkert væri. Undarlegt hvað hann nær að láta bensínið endast. Það er farið að segja frá þessu í útlöndum, eða svo er sagt. Því verður nú ekki neitað að það lyftir okkur svolítið upp hérna í sveitinni. Það voru hérna sjónvarpsmenn frá Argentínu eða Hollandi og þeir töluðu við Rabba á Þúfu og mynduðu hjá honum fjósið af því að hann er með nýmóðins súgþurrkun. Hreppsnefndin sem eyddi aðstöðu- gjaldinu eins og það lagði sig í að fara á norræna sveitarstjórnarhátíð í Växjö – með mökum – er nú að reyna að slá sér upp á því að hún hafi uppgötvað þjófnaðinn á Kaupfélagssjóðnum, Orgelsjóðnum og því sem nú er nýjast; Afrekssjóði ungmennafélagsins. Hann stal honum víst líka. Ku hafa doblað oddvitann sem er líka formaður ungmennafélagsins til að leggja Afrekssjóðinn inn í Kaupfélagssjóðinn til enn betri ávöxtunar fyrir hið aldna ungmennafélag, Hrærek. Hann stoppaði á Selfossi og tók olíu, þetta er þá díselbíll eftir allt saman. Sumir segja að hann hafi líka keypt sér pylsu. Það er þó ekkert staðfest í þeim efnum. Fjölmiðlar segja frá því að hann sé líklega siðblindur og ræða allir við sama sérfræðinginn til að fá það staðfest – sá vill ekkert tjá sig um málefni einstakra manna en ræðir almennt um Hume og Locke og einhvern samfélagssáttmála. Slík umræða dregur úr spennunni og veldur kvíða og ónotakennd hjá hreppsbúum. Þeim finnst málið vera dregið á langinn með slíkum vaðli. Þeir vilja sjá manninn handsamaðan, þeir vilja fá að lesa allt í Héraðsfréttablaðinu og Morgunblaðinu um réttarhald og gæsluvarð- haldsbeiðni. Sjá helvítið flutt á Hraunið og þaðan aftur til frekara réttarhalds. Það er það sem fólkið hérna vill og hreppsnefndin líka! Þá verður léttara að yfirgefa húsin sem Kaupfélagssjóðurinn eignaðist með aðstoð hreppsnefndarinnar daginn áður en Orgelsjóðurinn kirkjunnar var fluttur úr útibúi í útibú á leið sinni inn í Kaupfélagssjóðinn sem gat boðið bestu kjör eftir að Afrekssjóður ungmennafélagsins rann þar inn og efldi bókhaldið til muna. Fólkið vill blóð áður en búslóðin fer suður eða Guð má vita hvert. Fólkið vill fá að sjá hvenær þeir ná honum og hvar. Það vill hreppsnefndin líka. Reyndar keypti hreppsnefndin bílinn – sem hann nú flýr á – þegar hann var fenginn hingað norður til að rétta af áralangan undirballans og hokur. Hann var víst líka með kort frá þeim þegar hann borgaði olíuna og pylsuna á Selfossi – jú, það hefur nú verið staðfest að hann keypti sér pylsu með steiktum lauk og tómatsósu. Hreppsnefndin hefur svo sem ekki gert kröfu um að fá kortið aftur – eða bílinn. Hreppsnefndin stendur ekki, að eigin sögn,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.