Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 57
F r é t t a b r é f ú r s v e i t i n n i
TMM 2012 · 1 57
sama um það – hitaveituréttindin í Skarðinu sem seld voru dótturfyrir-
tæki Kaupfélagsins eða var það Orgelsjóðsins hafa margfaldast í verði og
voru í gær boðin upp að kröfu einhverrar slitanefndar. Hann brunaði í
gegnum Hvolsvöll eins og ekkert væri. Undarlegt hvað hann nær að láta
bensínið endast. Það er farið að segja frá þessu í útlöndum, eða svo er
sagt. Því verður nú ekki neitað að það lyftir okkur svolítið upp hérna í
sveitinni. Það voru hérna sjónvarpsmenn frá Argentínu eða Hollandi
og þeir töluðu við Rabba á Þúfu og mynduðu hjá honum fjósið af því að
hann er með nýmóðins súgþurrkun. Hreppsnefndin sem eyddi aðstöðu-
gjaldinu eins og það lagði sig í að fara á norræna sveitarstjórnarhátíð í
Växjö – með mökum – er nú að reyna að slá sér upp á því að hún hafi
uppgötvað þjófnaðinn á Kaupfélagssjóðnum, Orgelsjóðnum og því sem
nú er nýjast; Afrekssjóði ungmennafélagsins. Hann stal honum víst líka.
Ku hafa doblað oddvitann sem er líka formaður ungmennafélagsins til
að leggja Afrekssjóðinn inn í Kaupfélagssjóðinn til enn betri ávöxtunar
fyrir hið aldna ungmennafélag, Hrærek. Hann stoppaði á Selfossi og tók
olíu, þetta er þá díselbíll eftir allt saman. Sumir segja að hann hafi líka
keypt sér pylsu. Það er þó ekkert staðfest í þeim efnum. Fjölmiðlar segja
frá því að hann sé líklega siðblindur og ræða allir við sama sérfræðinginn
til að fá það staðfest – sá vill ekkert tjá sig um málefni einstakra manna
en ræðir almennt um Hume og Locke og einhvern samfélagssáttmála.
Slík umræða dregur úr spennunni og veldur kvíða og ónotakennd hjá
hreppsbúum. Þeim finnst málið vera dregið á langinn með slíkum
vaðli. Þeir vilja sjá manninn handsamaðan, þeir vilja fá að lesa allt í
Héraðsfréttablaðinu og Morgunblaðinu um réttarhald og gæsluvarð-
haldsbeiðni. Sjá helvítið flutt á Hraunið og þaðan aftur til frekara
réttarhalds. Það er það sem fólkið hérna vill og hreppsnefndin líka! Þá
verður léttara að yfirgefa húsin sem Kaupfélagssjóðurinn eignaðist með
aðstoð hreppsnefndarinnar daginn áður en Orgelsjóðurinn kirkjunnar
var fluttur úr útibúi í útibú á leið sinni inn í Kaupfélagssjóðinn sem
gat boðið bestu kjör eftir að Afrekssjóður ungmennafélagsins rann þar
inn og efldi bókhaldið til muna. Fólkið vill blóð áður en búslóðin fer
suður eða Guð má vita hvert. Fólkið vill fá að sjá hvenær þeir ná honum
og hvar. Það vill hreppsnefndin líka. Reyndar keypti hreppsnefndin
bílinn – sem hann nú flýr á – þegar hann var fenginn hingað norður
til að rétta af áralangan undirballans og hokur. Hann var víst líka með
kort frá þeim þegar hann borgaði olíuna og pylsuna á Selfossi – jú, það
hefur nú verið staðfest að hann keypti sér pylsu með steiktum lauk
og tómatsósu. Hreppsnefndin hefur svo sem ekki gert kröfu um að fá
kortið aftur – eða bílinn. Hreppsnefndin stendur ekki, að eigin sögn,