Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 70
J ó n K a r l H e l g a s o n 70 TMM 2012 · 1 verða að vera sniðin eptir efnum og ástæðum, hvers og eins, að minnisvarðinn verði hinu látna skáldi samboðinn, landinu og hinni núlifandi kynslóð til sóma og höfuðstaðnum til prýðis.30 Undir áskorunina skrifuðu Björn Bjarnason, Stefán Stefánsson og Bogi Th. Melsteð en ætla má að hann hafi verið öðrum áhugasamari um þetta fyrirtæki. Hann var að minnsta kosti sá eini þeirra þremenninga sem skrifaði, ásamt Valtý Guðmundssyni, undir greinargerð um sam- skotin vorið 1888 en samkvæmt henni höfðu undirtektirnar á Íslandi verið dræmar. Aðeins höfðu safnast þar á einu ári 40 krónur og 50 aurar. Samt sem áður hafði verið lokið við brjóstlíkneskið og það flutt til Reykjavíkur. „Landshöfðinginn hefur veitt því móttöku, sem eign Íslands og látið setja það upp í lestrarsal alþingis; verður það geymt þar, þangað til samskotin eru orðin svo mikil, að hægt er að setja það á steinstöpul,“ sagði í skýrslu Valtýs og Boga.31 Í kjölfarið var farið að auglýsa Cabinetsmyndirnar af Bjarna til sölu í Reykjavík í fjáröflunar- skyni vegna þessa málefnis.32 Á næstu mánuðum bættust einhverjir fjármunir við en ekki nóg til að steypa stöpul undir brjóstmyndina. Hún var ekki afhjúpuð á opinberum stað í Reykjavík eins og til stóð. Aldamótaárið 1900 birtist grein í Eimreiðinni eftir Benedikt Gröndal þar sem fram kom að hún væri enn varðveitt í lestrarsal þingsins en síðar var hún flutt á Þjóðminjasafn Íslands.33 Vorið 1891 gaf Bogi Th. Melsteð út Sýnisbók íslenzkra bókmennta Brjóstmyndin af Bjarna Thorarensen frá 1888. Ljósmyndari: Ívar Brynj- ólfsson. © Ljósmyndasafn Íslands, Þjóðminjasafni Íslands (mms 166).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.