Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 70
J ó n K a r l H e l g a s o n
70 TMM 2012 · 1
verða að vera sniðin eptir efnum og ástæðum, hvers og eins, að minnisvarðinn
verði hinu látna skáldi samboðinn, landinu og hinni núlifandi kynslóð til sóma
og höfuðstaðnum til prýðis.30
Undir áskorunina skrifuðu Björn Bjarnason, Stefán Stefánsson og Bogi
Th. Melsteð en ætla má að hann hafi verið öðrum áhugasamari um
þetta fyrirtæki. Hann var að minnsta kosti sá eini þeirra þremenninga
sem skrifaði, ásamt Valtý Guðmundssyni, undir greinargerð um sam-
skotin vorið 1888 en samkvæmt henni höfðu undirtektirnar á Íslandi
verið dræmar. Aðeins höfðu safnast þar á einu ári 40 krónur og 50
aurar. Samt sem áður hafði verið lokið við brjóstlíkneskið og það flutt
til Reykjavíkur. „Landshöfðinginn hefur veitt því móttöku, sem eign
Íslands og látið setja það upp í lestrarsal alþingis; verður það geymt
þar, þangað til samskotin eru orðin svo mikil, að hægt er að setja það
á steinstöpul,“ sagði í skýrslu Valtýs og Boga.31 Í kjölfarið var farið að
auglýsa Cabinetsmyndirnar af Bjarna til sölu í Reykjavík í fjáröflunar-
skyni vegna þessa málefnis.32 Á næstu mánuðum bættust einhverjir
fjármunir við en ekki nóg til að steypa stöpul undir brjóstmyndina.
Hún var ekki afhjúpuð á opinberum stað í Reykjavík eins og til stóð.
Aldamótaárið 1900 birtist grein í Eimreiðinni eftir Benedikt Gröndal
þar sem fram kom að hún væri enn varðveitt í lestrarsal þingsins en
síðar var hún flutt á Þjóðminjasafn Íslands.33
Vorið 1891 gaf Bogi Th. Melsteð út Sýnisbók íslenzkra bókmennta
Brjóstmyndin af Bjarna Thorarensen
frá 1888. Ljósmyndari: Ívar Brynj-
ólfsson. © Ljósmyndasafn Íslands,
Þjóðminjasafni Íslands (mms 166).