Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 71

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 71
L á r v i ð a r s k á l d TMM 2012 · 1 71 á 19. öld sem var ætluð til notkunar í skólum. Flest kvæðin voru eftir Bjarna Thorarensen en næstflest átti Jónas Hallgrímsson. Ólíkt útgefendum Snótar birti Bogi einnig lausamál af ýmsu tagi í bókinni, þar á meðal „Grasaferð“ eftir Jónas og brot úr bréfi hans til Bjarna þar sem Þingvöllum var lýst með afar kostulegum hætti. Í formála verksins sagðist Bogi hafa tekið mest eftir þá tvo „því að þeir eru þau skáld, sem hafa hafið nútíðar skáldskap vorn og lesendur eiga því að fá glöggvasta hugmynd um“.34 Síðar í formálanum bætti hann við: „Vjer höfum átt mörg góð skáld eptir þá, en þau hafa flest, að mestu leyti fetað í fótspor þeirra.“ 35 Bogi lagði þó áherslu á að Bjarni hefði verið fyrstur til að flytja áhrif rómantíkurinnar inn í íslenskar bókmenntir og væri hann, ásamt danska málfræðingnum Rasmusi Christian Rask, af þeim sökum „faðir hinna nýíslenzku bókmennta“.36 Tilkall Rasks til þessa titils fólst meðal annars í þætti hans í stofnun Bókmenntafélagsins og þeirri áherslu sem hann lagði á íslenska málhreinsun: „Með Fjölni sigraði algjörlega stefna sú í bókmenntum vorum, sem þeir Bjarni og Rask höfðu hafið,“ fullyrti Bogi í framhaldi af þessu.37 Ekki voru gerðar neinar athugasemdir við þessar áherslur í þeim ritdómum sem birtust um bókina á næstu mánuðum. Þeir voru flestallir mjög jákvæðir enda þótt menn hefðu sínar skoðanir á vali á einstökum höfundum og sýnishornum úr verkum þeirra.38 Neikvæðasta dóminn skrifaði Sigurður Hjörleifsson í Sunnanfara í byrjun septembermán- aðar en hann gerði sérstaka athugasemd við að Bogi skyldi telja Bjarna og Rask feður íslenskra nútímabókmennta.39 „Það mátti segja Bjarna mart til lofs, sem var sannara en það,“ skrifaði Sigurður, „því faðir bók- menntanna er hann ekki. […] einginn af þeim 38 rithöfundum, sem útgefandinn telur á eptir Bjarna eru börn Bjarna, eptir skilningi bók- menntanna; öll skáldin eru Bjarna ólík að hugsunarhætti og meðferð á efni; hann stendur nærri því sem „klettur úr hafinu“, en það rýrir að eingu leyti kosti hans sem skáld“.40 Taldi Sigurður ennfremur sönnu nær að benda á Jón Espólín sem áhrifavald um viðreisn tungunnar í upphafi nítjándu aldar og fann að því að Bogi hefði ekki birt neitt eftir Jón í bók sinni. Tveimur mánuðum síðar kvað við svipaðan tón hjá höfundi sem kall- aði sig Censor en hann sendi Þjóðviljanum unga óumbeðinn grein um bók Boga. Þar sagði meðal annars: Rúmsins vegna getum vér því miður ekki farið langt út í það höfuðglappaskot, að bjóða Bjarna Thorarensen fram sem „föður“ íslenzkra bókmennta á 19. öld, en vér viljum að eins geta þess, að vér vonum, að flestir Íslendingar, sem nokkra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.