Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 74
J ó n K a r l H e l g a s o n
74 TMM 2012 · 1
Tómas Hallgrímsson, sonur Hallgríms Tómassonar systursonar Jónasar,
orðsendingu þar sem hann fann minnisvarðahugmynd Matthíasar flest
til foráttu.
Það sæti að vísu eigi vel á mér sem náfrænda hins látna, að hafa beinlínis á móti
slíkum samskotum, en þó verð eg að segja það, að mér finnst ætíð þegar ég
heyri rætt eða ritað um minnismörk, að þau í raun og veru sé mjög þýðingarlítil
og lítilsvirði, einkum þá þau eru í smáum stíl, eins og búist er við að þetta yrði.
Mundi eigi vera miklu heppilegra og um leið gagnlegra, að með samskotum yrði
stofnaður sjóður, er nefndur yrði Jónasar Hallgrímssonar sjóður (legat) eða eitt-
hvað á þá leið, og vöxtum hans væri svo varið til að styrkja fátæk en efnileg skáld
lands vors á þann hátt er bezt þætti við eiga í það og það skipti? Eg er sannfærður
um að Jónas sjálfur hefði mikið heldur kosið þessa aðferð til að halda minningu
sinni á lopti, en að láta reisa brjóstlíkan af sér í einhverju kauptúni landsins —
hann sem sjálfur manna bezt þekkti hina ógeðfeldu og þreytandi fylgju allt of
margra skáldmenna lands vors fyr og síðar, fátæktina, og hið ýmsa lífsböl, sem
af henni leiðir.47
Frá afhjúpun líkneskis Jónasar Hallgrímssonar 1907. Ljósmyndari: Þorleifur
Þorleifsson. © Ljósmyndasafn Íslands, Þjóðminjasafni Íslands (lpr.2005-64).