Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 86
E y v i n d u r
86 TMM 2012 · 1
LIPURLAG
Endalausir eru þessir mikkamúsdagar
þegar myrkrið tónar líf okkar
og mús-sýkin leggst yfir allt eins og skelfilegur disney
með útstæð tónlistareyrun sem þenjast yfir dagana
og vefjast um hausana
þar sem mikki mús ríkir á ótöldum mikkamúsdögum
gefur engin grið
engum.
–––––
Selji markaðurinn list, vokir yfir sú hættan, að hún verði lítið annað en
úldinn blautfiskur, afvötnuð sífellt meir, að lokum bragðlaus og nátt-
úrulaus, allslaus og ónýt! Hentar þar með ágætlega þeim peningalýð,
sem heldur sig geta keypt sér list í aumingjaskap sínum og sálarfátækt.
Örlög listarinnar eru þar með ráðin, skelfilega.
–––––
HJARTA
Hjarta
lukt um djúpan skugga
skorinn lýsandi flákum
leiftrandi sorta
dökkar myndir ágengar
í dimmu hugskoti
minningar fæddar
úr lífsins kraumandi kviku
– svartir fuglar gleymskunnar.
–––––
En – þversögnin ömurlega er, að list, sem ekki fær stimpil seljanlegrar
vöru í nútíma markaðsþjóffélagi, er ekki á skjánum, ekki í glugganum,
ekki í hillunum, hún nær ekki viðurkenningu yfirleitt. Listamaðurinn
verður þar af leiðandi aldrei til. Listamaður er sá einn sem fær stimplað
nafn þeirrar úldnu lágkúru sem í sjónvarpi ákveður hver sé hver.
„Listamaður“, sem ekki selur og selst, er ekki LISTAMAðUR, verður
ekki eða hættir að vera, hafi hann verið það fyrir. Nema hann bjargist
fyrir einhverja undarlega tilviljun.
–––––