Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 92
Á d r e p u r
92 TMM 2012 · 1
námsöld, sem er talinn vera „elsta
mannvirki sem enn [hefur] fundist í
Reykjavík“, ásamt yngri rúst skála úr
torfi (Jannie A. Ebsen og Per T. Had-
sund 2009:189). Í framhaldi af þessum
merka fundi var ákveðið að „varðveita
þessar torfminjar, vegg og skála, á sjálf-
um fundarstaðnum“, svo notuð séu orð
tveggja danskra forvarða sem skrifað
hafa áhugaverða grein um vinnu sína
við að forverja minjarnar. Ýmsar hug-
myndir voru skoðaðar um hvernig best
væri að standa að varðveislu minjanna,
en fæstar þeirra þóttu vænlegar til
árangurs. Ein hugmyndin var sú að setja
rústina undir glerhjúp, en þá var talið að
lífræn efni torfsins myndu fljótt verða
fyrir áhrifum frá myglu, þörungum og
öðrum örverum. Aðferðir sem notaðar
eru á vatnssósa lífræn efni, voru einnig
Umgengni og viðhorf sérfræðinga í varðveislu menningarminja eru hér önnur en í
varðveislu á Aðalstrætis-rústinni. Myndin er frá hópferð Landsmálafélagsins Varðar í
Þjórsárdal 7. júlí 1957. Í ferðinni voru um 500 manns, sem hafa væntanlega allir gengið
inn í (og ofan á) rústirnar að Stöng og virt fyrir sér endurhlaðna torfveggi. Verið er að
endurreisa þak yfir rústirnar, þeim til verndar, en þakið var fyrst reist árið 1939. Gestir
að Stöng geta enn í dag, gengið um minjarnar á þennan hátt. Mynd: Gunnar Rúnar
Ólafsson / Ljósmyndasafn Reykjavíkur.