Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 107

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 107
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 1 107 Aðalsteinn Ingólfsson Bók hinna glötuðu tækifæra Íslensk listasaga frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. Ritstjóri Ólafur Kvaran; höfundar I. bindis Júlíana Gott- skálksdóttir og Ólafur Kvaran, II. bindis Gunnar J. Árnason, Hrafnhildur Schram og Æsa Sigurjónsdóttir, III. bindis Ásdís Ólafsdóttir. Hanna Guðlaug Guðmunds- dóttir, Jón Proppé, IV. bindis Dagný Heiðdal, Halldór Björn Runólfsson, Laufey Helgadóttir, V. bindis Eva Heisler, Gunnar B. Kvaran, Harpa Þórsdóttir, Jón Proppé. Alls um 1400 bls., útgefandi Listasafn Íslands og Forlagið 2011. „Þegar listasögur eru skrifaðar erlendis, liggur jafnan fyrir all tæmandi könnun á verkum hinna einstöku manna, þann- ig að höfundur safnritsins hefur að miklum hluta valinn og reyndan efnivið í höndunum. Hér á landi er engu slíku fyrir að fara. Söguleg sérrit eru fá til um íslenzka listamenn; jafnvel brautryðj- endum íslenzkrar myndlistar á þessari öld hafa ekki verið gerð nein slík skil. Listsögulegt heimildasafn er hvergi að finna, ljósmyndasafn ekki heldur, og þaðan af síður safn af sýningarskrám, en þeim er jafn glathætt sem þær eru mikilsverðar heimildir.“ Þannig hljóða upphafsorð fyrra bind- is listasögunnar sem Björn Th. Björns- son sendi frá sér árið 1964; síðara bindið kom svo út níu árum síðar. Ætla mætti að á þeirri hálfu öld sem liðin er síðan Björn hófst handa við þetta stórvirki sitt, hafi ýmislegt breyst til batnaðar hvað snertir heimildir og aðgengi að þeim, ekki síst vegna stóraukinnar starf- semi safnanna og fjölgunar fræðimanna með staðgóða undirstöðuþekkingu í listfræðum. Sumt hefur þokast í rétta átt; heimildasöfn hafa smám saman orðið til, ljósmyndasöfn sömuleiðis og sýningarskrár lenda ekki lengur í glat- kistunni. Hins vegar vantar enn mikið upp á að grunnstoðir listsögulegrar þekkingar á ferli íslenskra myndlistar- manna hafi verið tryggðar með heildar- skráningum á verkum þeirra, því sem á fagmáli nefnist catalogues raisonnés, og rannsóknarvinnu á þessum sömu verk- um, grandskoðun þeirra og útgáfu til upplýsingar fyrir jafnt almenning sem fræðimenn. Í stuttu máli er staðan eins og hér segir: Aðeins er til ein heildarskrá yfir verk íslensks myndlistarmanns og úttekt sem byggist á henni; þar á í hlut Sigur- jón Ólafsson myndhöggvari. Ítarlega hefur verið fjallað um nokkra ágæta myndlistarmenn í veglegum bókum, ég nefni Ásgerði Búadóttur, Elías B. Hall- dórsson, Erró, Gerði Helgadóttur, Jóhannes Kjarval, Louisu Matthíasdótt- ur og Svavar Guðnason. Tæmandi yfirlit yfir verk þeirra hefur þó ekki verið tekið saman til útgáfu eða rannsókna. Öllu bagalegra er að verk eftirtalinna lista- manna, sem ótvírætt má telja meðal brautryðjenda íslenskrar myndlistar á þessari öld, hafa ekki enn hlotið þá meðferð sem þau verðskulda, þ.e. þau hafa ekki verið skrásett út í æsar, dregin til yfirlitssýninga af tilhlýðilegum metn- aði né heldur gefin út á bókum sem standast fyllstu kröfur. Meðal þeirra eru Einar Jónsson myndhöggvari, Ásgrímur Jónsson, Jón Stefánsson, Kristín Jóns- dóttir, Muggur, Finnur Jónsson, Júlíana Sveinsdóttir, Gunnlaugur Blöndal, Gunnlaugur Scheving, Jóhann Briem, Jón Engilberts, Nína Tryggvadóttir, Hjörleifur Sigurðsson, Snorri Arinbjarn- ar og Þorvaldur Skúlason. Við þetta má bæta að umtalsvert magn verka eftir þá nafnana Blöndal og Scheving er enn að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.