Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 109

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 109
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 1 109 tekið hefði til þróunar í íslenskri mynd- list fram á áttunda áratuginn – Björn ljáði raunar máls á samvinnu um slíka uppfærslu; mig minnir að hún hafi strandað á fjárhagserfiðleikum forleggj- ara hans – þá hafa bæði listfræðingar og aðrir iðulega haft orð á nauðsyn þess að hefja ritun splunkunýrrar listasögu. Í þeirri umræðu fólst enginn áfellisdómur yfir sögu Björns; rit af þessu tagi þarf einfaldlega að endurskoða með reglu- legu millibili. Ritstjórnarlegt einræði Víkur þá sögunni til ársins 2005, þegar Alþingi samþykkti að veita fé til Lista- safns Íslands og fól því að hefja undir- búning að ritun og útgáfu nýrrar lista- sögu. Tveimur árum seinna samþykkti safnráð, undir forystu Knúts Bruun, að ráða Ólaf Kvaran, fráfarandi forstöðu- mann safnsins, sem ritstjóra sögunnar. Á vordögum 2007 höfðu verið gerðir samningar við fjórtán höfunda um ritun aðskiljanlegra kafla hennar. Ég trúi ekki öðru en hvarflað hafi að einhverjum þessara fjórtán höfunda að ný listasaga yrði tæplega rituð nema að undangengnum verulegum úrbótum á því ástandi sem lýst er hér að framan, það er langvarandi upplýsingaskorti um myndlist einstakra listamanna og heilla tímabila. Og að forsenda slíkra úrbóta væri samræmt átak reynslumestu list- fræðinga í formi samræðna og jafnvel listsýninga með sögulegu ívafi. Það hlýtur einnig að hafa blasað við sömu höfundum að í nýrri listasögu yrði að taka tillit til þeirra viðhorfa sem uppi eru varðandi listsöguritun: krafna um ítarlegri skoðun á hugmyndaheimi lista- manna á hverjum tíma en menn hafa ástundað til þessa, auk þess sem rétta þyrfti hlut kvenna og e.t.v. minnihluta- hópa á borð við naífista. Að ógleymdri umræðunni um nauðsyn þess að halda stöðugt til haga víxlverkun svokallaðra „æðri“ og „óæðri“ sjónlista, en sú umræða hefur haft veruleg áhrif á það hvernig skrifað er um myndlist á tuttug- ustu og fyrstu öldinni. Í íslensku sam- hengi væri þá horft til myndlýsinga, grafískrar hönnunar og skopmynda í ríkara mæli en gert hefur verið til þessa. Raunar drap Björn Th á hlutverk mynd- skreytinga og skopmynda í síðara bindi listasögu sinnar, sem er til marks um framsýni hans. Því er það töluvert áfall sæmilega upplýstum lesanda að uppgötva hve undirbúningi hinnar nýju íslensku lista- sögu hefur verið áfátt og hve fjarri rit- verkið í heild sinni er því að uppfylla þau skilyrði sem hér hafa verið tíunduð. Hluta skýringanna er að leita í uppleggi ritstjórans. Svo virðist sem safnráð Listasafns Íslands hafi fengið ritstjóra vald til að skipuleggja þessa söguritun án samráðs við faglega ritstjórn, því slíkt apparat var aldrei skipað. Þarnæst kaus ritstjóri að hlífa sér við fyrirframsamráði við kollega sína um verkið, tilgang þess, umfang, markmið og leiðir. Því fékkst hvergi rætt, hvorki í þeirra hóp eða opinberlega, hvaða listasögu erlenda væri skynsamlegt að hafa að fyrirmynd, hvort íslenska útgáfan ætti að taka til myndlistar fyrr á öldum, arkitektúrs og ljósmyndunar fyrr og nú, og hversu langt til nútíðar skyldi rekja söguna. Ritstjóri ákvað upp á sitt eindæmi að miða útlit íslensku listasögunnar við gamaldags listasögu danska (sem svipar töluvert til listasögu Björns), en brot hennar virkar eins og spennitreyja bæði á texta og myndir og er því ekki þénugt þegar kemur að ýmsu uppfyllingarefni, t.a.m. ítarefnis af sagnfræðilegum, heimspekilegum eða menningarsögu- legum toga og ljósmyndum af lista- mönnum eða listviðburðum. Í nýlegum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.