Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 111

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 111
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 1 111 felldar er óhjákvæmilegt að úfar rísi meðal þeirra sem telja framhjá sér og sínum gengið. Ekki skal lítið gert úr vonbrigðum þeirra sem þykir sem þeir hafi verið þurrkaðir út úr íslenskri lista- sögu, rétt eins og trotskýistar út úr sov- éskum heimildaljósmyndum. En það er fleira sem hangir á spýtunni. Menn geta deilt um það hvort listasaga eigi að vera persónusaga, hugmyndasaga eða saga listmiðla. En hvert sem upplegg höfunda er, hlýtur hrygglengja sögunnar ævin- lega að vera mannvalið: ákvarðanir, hugmyndaheimur og verktækni ein- stakra listamanna. Nú uppástend ég ekki að íslensk lista- saga standi og falli með framlagi þeirra Gísla Jónssonar, Engilberts Gíslasonar, Eggerts Guðmundssonar, Grétu Björns- son, Ólafs Túbals, Jóns Hróbjartssonar, Emils Thoroddsen, Maju Baldvins og Vigfúsar Sigurgeirssonar, svo nefndir séu af handahófi nokkrir listamenn frá frumbýlisárum myndlistarinnar í land- inu sem ekki hlutu náð fyrir augum nýrra söguskrifara. Jafnvel þótt Björn Th. árétti mikilvægi þeirra flestra í listasögu sinni. En fjarvera þeirra, og ýmissa annarra, gerir sögu tímabilsins einsleitari, beinlíns fátæklegri, en hún er í raun og veru. Öðru máli gegnir þegar fjarvera lista- manna kemur beinlínis í veg fyrir að hægt sé að fjalla um tímabil eða hug- myndir með fullnægjandi hætti. Í einu tilfelli ástunda höfundar fyrsta bindis það sem kalla mætti „jákvæða endur- skoðun“ á framlagi listamanna. Það gera þeir með því að vekja athygli á verkum áður forsómaðra listakvenna, Þóru Pét- ursdóttur Thoroddsen (sem málaði landslagsmyndir á Þingvöllum löngu á undan Þórarni B. Þorlákssyni), Kristín- ar Þorvaldsdóttur og Kristínar Þorláks- dóttur Bernhöft. Sem er vitaskuld löngu tímabært. Sagt er frá Þóru, Kristínunum tveim- ur og Sigurði Guðmundsson málara í upphafskafla sem ber heitið Listvakning á 19. öld, ásamt með ágripi um tvo teiknara með menntun úr Konunglega akademíinu í Kaupmannahöfn, Helga og Þorstein Sigurðarsyni. En í þessum kafla, sem væntanlega er ætlað að lýsa myndun einhvers konar sjónmennta- vettvangs í landinu á úthallandi 19. öld- inni, er ekki minnst á Arngrím Gísla- son, Benedikt Gröndal, Jón Helgason biskup, Skúla Skúlason oddhaga og Sölva Helgason, né heldur ljósmyndar- ana Sigfús Eymundsson, Nicoline Wey- wadt og Pétur Brynjólfsson. Án þessara listamanna stendur kaflinn vart undir nafni. Konur á skjön Síðan er útilokað að ræða módernískar hræringar í íslenskri myndlist á fyrstu áratugum aldarinnar án þess að nefna til sögunnar fyrsta abstraktmálara okkar, Baldvin Björnsson og listakon- una Ingibjörgu S. Bjarnason, en árið 1930 málaði hún strangflatamyndir, fyrst Íslendinga. Hvorugt þeirra kemst hér á blað. Fjarvera þeirra og ýmissa annarra bitnar líka á allri viðleitni til að rekja þróun abstrakt/óhlutbundinnar myndlistar á landinu. Í síðari bindum listasögunnar er enn látið að því liggja að rætur þeirrar myndlistar sé ýmist að finna í verkum Svavars Guðnasonar frá stríðsárunum eða verkum Valtýs Péturs- sonar frá 1951. Höfundar láta undir höfuð leggjast að fylgja eftir vísbending- um um tvær listakonur, sem einnig er talið að hafi málað abstraktmyndir fyrir 1945, þær Drífu Viðar og Sigríði Sig- urðardóttur; þær eru því fjarri góðu gamni. Á undanförnum árum hafa einnig komið fram verk á uppboðum og sam- sýningum sem sýnt hafa fram á nauðsyn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.