Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 112
D ó m a r u m b æ k u r 112 TMM 2012 · 1 þess að endurskoða þær hugmyndir sem listfræðingar hafa gert sér um vöxt, við- gang og umfang strangflatalistarinnar á landinu á sjötta áratugnum. Þarna er um að ræða verk í strangflatastíl eftir þau Bjarna Guðjónsson, Gunnar S. Magnússon, Jón B. Jónasson, Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá, Skarphéð- inn Haraldsson, Völu Hafstað og Vil- hjálm Bergsson. Séu verk þeirra höfð inni í myndinni – eða a.m.k. til hlið- sjónar – verður til mun fjölbreyttari og sannferðugri mynd af þessu frjóa tíma- bili. Endurskoðun af þessu tagi virðist ekki hafa hvarflað að höfundi kaflans um strangflatalistina; ofangreindir listamenn eru ýmist víðs fjarri eða virkjaðir undir öðru yfirskini annars staðar í sögunni. Í leiðinni má geta þess að í viðauka sama kafla um verk í opin- beru rými á sjötta áratugnum sést höf- undum yfir abstrakt veggmynd Krist- jáns Davíðssonar við Snorrabraut (um 1952), mósaíkmynd Sigurjóns Ólafsson- ar í Fischersundi (1956) og mikla vegg- mynd Braga Ásgeirssonar í Hrafnistu (1958–9). Að breyttu breytanda má einnig heimfæra þessar athugasemdir á kafl- ann um ljóðrænu abstraktlistina. Út af fyrir sig er fagnaðarefni að nú skuli loksins farið að gera henni jafn hátt undir höfði og strangflatalistinni, sem hingað til hefur einokað umræðu um myndlist á sjötta og sjöunda áratugnum. En umfjöllunin snýst nánast öll um „the usual suspects“: Kristján Davíðsson, Eirík Smith, Nínu Tryggvadóttir, Stein- þór Sigurðsson og fleira gott fólk. Hins vegar er ég feginn því að Valgerður Briem skuli nú metin að verðleikum fyrir ljóðræn abstraktverk sín, aftur liggja þeir óbættir hjá garði ljóðrænu abstraktmálararnir Arnar Herbertsson, Eyjólfur Einarsson, Jes Einar Þorsteins- son, Kári Eiríksson, Kristinn Pétursson, Magnús Tómasson, Sigríður Björns- dóttir, Ragnheiður Ream og Vilhjálmur Bergsson, þótt helmingur þeirra fái síðar uppreisn æru undir merkjum súr- realisma og Súm-listar. Síðan er með ólíkindum hve erfiðlega höfundum gengur að hafa upp á lista- mönnum sjötta og sjöunda áratugarins, þó svo þeir séu giska nálægt okkur í tíma; ég tala ekki um ef þeir eru að ein- hverju leyti á skjön við meginstrauma. Eins og fyrri daginn kemur þetta sérlega illa niður á kvenkyns listamönnum. Veflist þeirra Júlíönu Sveinsdóttur og Ásgerðar Búadóttur er að sjálfsögðu markvert framlag til strangflatalistar- innar og hljóta báðar verðskuldaða umfjöllun, en síðan er enn og aftur gengið framhjá lífrænum hálf-abstrakt- veftum Vigdísar Kristjánsdóttur, en þær má finna í Listasafni ASÍ. Tove Ólafsson myndhöggvari tók þátt í þrem- ur Septembersýningum og leikur mikil- vægt hlutverk í listasögu Björns; hér er ekki sagt frá verkum hennar. Einnig eru líkur á því að höggmyndalistin á sjötta og sjöunda áratugnum liti öðruvísi út ef höfundar þessarar bókar hefðu borið sig eftir verkunum sem Guðmundur Elías- son – einn af uppáhaldsnemendum myndhöggvarans Zadkine – lét eftir sig og liggja í kjallara við Túngötu, eða málmsteypum Kristínar Halldórsdótt- ur Eyfells frá öndverðum sjöunda ára- tugnum. Síðan er að ósekju gengið framhjá höggmyndum Gests Þorgríms- sonar, höfundar nokkurra markverðra útilistaverka á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Fleiri myndhöggvarar af eldri kynslóð fara illa út úr síðari bindum listasög- unnar. Guðmundur Benediktsson er hér spyrtur saman við strangflatalistina, enda sérlega listfengur iðkandi hennar meðan hún var og hét. En hann er líka höfundur fágætlega vel smíðaðra kopar- listaverka í öðrum stíl, auk þess sem síð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.