Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 116
D ó m a r u m b æ k u r 116 TMM 2012 · 1 vernd almennt sem fram fór á sama tíma og þeir eru að komast til þroska. Hér fara sem sagt forgörðum mörg tækifæri til að binda saman myndlistina og þjóðfélagsmyndina á hverjum tíma. Val á myndefni í listasögu er ábyrgð- arhluti. Í því felst mat á listamönnunum, mikilvægi þeirra er mælt í fjölda mynda, stærð þeirra og staðsetningu í textanum, jafnvel aldri myndanna sem verða fyrir valinu. Með ítrekaðri notkun sömu myndanna er búin til stöðluð og einsleit mynd af ferli listamanna, og sé einungis vísað til eldri mynda þeirra er sömuleið- is gefið í skyn að nýrri verk þeirra standi þeim ekki á sporði. Ekki skal sett út á þá ákvörðun aðstandenda nýju listasög- unnar að styðjast fyrst og fremst við myndir í Listasafni Íslands, og fylla upp í eyður með myndum úr öðrum opin- berum söfnum og einkasöfnum. Að því er sjálfsagt hagræði fyrir útgefendur. En þá verða aðstandendur ritsins að vera bæði sjálfum sér samkvæmir og meðvit- aðir um þá ábyrgð sem hér er vísað til. Allt of oft eru áratuga gamlar myndir notaðar í frásögnum af listamönnum sem enn eru í fullu fjöri, svo að stund- um er ekki samræmi milli texta og mynda. Jafn oft er teflt fram sömu myndum listamanna og notaðar hafa verið í ótal bókum og sýningarskrám, þannig er hamrað á því rétt eina ferðina að þetta séu markverðustu myndir lista- mannanna sem í hlut eiga. Gott dæmi eru myndir Þorvalds Skúlasonar í bók- inni. Ekki skal dregin í efa sérþekking þeirra sem staðið hafa að innkaupum verka til safnanna, en við vitum öll að þessi kaup hafa oftsinnis markast af tak- mörkuðum fjárráðum þeirra og ýmiss konar sérhagsmunagæslu. Við þekkjum smekk Jónasar frá Hriflu sem einna fyrstur keypti listaverk fyrir þjóðina, áhugaleysi Selmu Jónsdóttur um verk margra yngri listamanna og sérstök áhugamál síðari safnstjóra, bæði í Lista- safni Íslands og Listasafni Reykjavíkur. Því hefðu aðstandendur nýju listasög- unnar átt að taka myndaval til sérstakr- ar skoðunar, leita út fyrir söfnin í ríkara mæli en hér er gert og kappkosta að tefla saman bæði þekktum myndum og myndum sem varpa nýju ljósi á lista- mennina. Loks hefðu þeir mátt bæta fyrir gamlar vanrækslusyndir safnanna gagnvart ýmsum starfandi listamönnum með því að láta ljósmynda nýjustu verk þeirra til notkunar í bókinni. Íslenskir útlendingar Þeir sem látið hafa ljós sitt skína um nýju listasöguna eru nánast allir sam- mála um að mestur skavanki á henni sé fimmta bindið, þar sem frásögnin er teygð til nútíðar. Við það fer forgörðum sú krítíska fjarlægð sem bæði höfundar – og sjálf sagan – þurfa á að halda. Bókin breytist úr sögulegu yfirliti í yfir- borðskennt kynningarrit um fjölda listamanna sem margir hverjir eru ekki enn komnir til fulls þroska. Þá stöndum við meðal annars frammi fyrir því hlá- lega misræmi að klukkutíma gjörningur skuli fá meira rými í umfjölluninni en gjörvallt ævistarf hefðbundins lista- manns. Sennilega hefði verið skynsam- legast að endurskrifa bæði fjórða og fimmta bindið, steypa þeim saman í eitt og láta staðar numið fyrir síðustu alda- mót. Í fimmta bindi er aukinheldur eins og brokkgeng ritstjórnin hafi farið verulega úr böndunum. Skrif höfundanna fjög- urra eru misjöfn að gæðum, t.d. er kafl- inn um nýja málverkið býsna klisju- kenndur og uppfullur með orðaleppa (listamenn eru ýmist að „fylla“ eða „tæma“ málverkið, eins og nokkurs konar bensínafgreiðslumenn), kafli með upptalningu um handverk og gallerí á áttunda áratugnum er morandi í rang-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.