Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 117
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 1 117 færslum og nokkur þýðingarbragur á kafla um allra nýjustu myndlistina. Í síðustu bindunum tveimur eru einnig teknar ákvarðanir varðandi val á lista- mönnum, myndefni og textalengd sem sérstaklega erfitt er að átta sig á. Lista- menn á sama reki og með sambærilegan feril fá mjög mismunandi hantéringu, einn fær úthlutað örfáum gömlum myndum úr geymslum LÍ, öðrum hlotn- ast langur texti og fjöldi nýrra mynda. Óneitanlega bitnar þetta misræmi verr á listakonum en karlkyns kollegum þeirra, sjá t.d. skrif um Guðjón Ketils- son annars vegar, Svövu Björnsdóttur hins vegar. Hvergi er svo útskýrt hvers vegna stór hluti þessara tveggja binda er helgaður verkum listamanna sem ekki hafa komið við sögu íslenskrar mynd- listar í marga áratugi. Samt er einungis stuttlega drepið á verk okkar þekktasta myndlistarmanns í nútíð, Ólafs Elías- sonar, sem á sér hvort tveggja íslenskt og alþjóðlegt bakland. Hér hefur helst verið horft til þess sem betur hefði mátt fara við gerð þess- arar listasögu. Þar með er ekki verið að biðja um aðra sögu, heldur betri – ítar- legri, fjölbreyttari, ríkulegri – útgáfu af því riti sem við erum nú með undir höndum. Það er sannfæring mín að myndlistin á Íslandi standi undir slíkri útgáfu. En sjálfsagt er að halda því til haga að ritið hefur ýmislegt til síns ágætis. Það er yfirleitt vel skrifað, laust við prentvillur (sem er afrek út af fyrir sig) og inniheldur býsn af upplýsingum sem fengur er að fyrir bæði fræðimenn og almenning. Að flestu leyti hefur tek- ist að samræma skrif hinna mörgu höf- unda (þótt upprifjanir við hver kafla- skipti séu hvimleiðar). Og auðvitað er fengur að því að fá á einn stað allt það myndefni sem hér getur að líta, jafnvel þótt það sé límt í kjölinn en ekki bund- ið. Svo fremi við séum meðvituð um það sem upp á vantar, ættum við að geta haft af nýju listasögunni nokkurt gagn og gaman næstu árin. Enda ekki upp á aðra slíka sögu að hlaupa á næstunni. Árni Bergmann Hinsegin bækur og menn Þórður Sigtryggsson: Mennt er máttur. Tilraunir með dramb og hroka. Kaflar úr endurminningum. Vélritað hefur Elías Mar. Omdúrman 2011. Þorsteinn Antonsson: Þórðargleði. Þættir úr höfundarsögu Elíasar Mar. Sagna- smiðjan, 2011. Tvær bækur eru til skoðunar sem báðar komu út án þess fyrir þeim væru barðar bumbur og kannski ekki við öðru að búast – þær skjóta kolli upp úr því beði í grasagarði mannlífsins sem lengst hefur verið þagað um vel og rækilega: í þeim reit spretta hommarnir, þeir samkyn- hneigðu. Og þær eru nátengdar. Elías Mar tók sumarið 1961 að skrá minn- ingabrot, hugleiðingar og yfirlýsingar vinar síns og kennara í orgelslætti lífs- ins, Þórðar Sigtryggssonar, sem Þórður gaf það nafn sem nú er orðið bókarheiti: Mennt er máttur. Tilraunir með dramb og hroka. Elías vélritaði handskrifuð blöð sem Þórður færði honum og fjöl- faldaði um leið með kalkipappír svo til urðu fjögur eintök eða fimm: þetta var íslensk neðanjarðarútgáfa, að nokkru leyti hliðstæð við Samizdat í Sovétríkj- unum. Af þessu handriti fóru margar sögur sem lifðu góðu lífi á litlu kveri eftir Elías sem Ragnar í Smára, frændi Þórðar, gaf út á sjötugsafmæli hans árið 1960 og hét Saman lagt spott og speki.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.