Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 139

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 139
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 1 139 saman eru sterkari en hugsjónirnar sem binda vinstrimenn saman. Það er umhugsunarvert. Er Sjálfstæðisflokkur- inn annars ekki sérstakrar skoðunar verður? Mér finnst vanta í ritið að höf- undar skoði mismunandi afstöðu til þingræðis eftir flokkum. Er það ekki næsta mál? Mín skoðun af lestri og reynslu er sú að virðingin fyrir þingræði fari eftir völdum. Dæmið er afstaðan til notkunar 26. greinarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn var á móti beitingu hennar 1994 en með 2010. Rök hans eru þau að fordæmið hafi verið sett og því eigi þá alltaf að fylgja. Svoleiðis útskýring er hunda- lógík. Á sama hátt má segja að það sé orðin hefð eftir eitt skipti að það sé vinstri stjórn. Það væri að vísu gott en er ekki þannig. Núverandi stjórnar- flokkar voru afar ánægðir með beitingu 26. greinarinnar 2004. Árið 2010 voru þeir óánægðir. Næsta mál í þingræðisrannsóknum er að skoða mismunandi afstöðu flokk- anna og þá mun margt fróðlegt koma í ljós. Einnig væri fróðlegt að skoða áhrif einkavæðingarinnar síðustu tuttugu ár á þingræðið. Menn hafa keppst við að tala áhrif þingsins út úr stofnunum sam- félagsins. Jarmurinn um spillingu flokk- anna er orðinn svo hávær að enginn þorir lengur að leggja til að lýðræðið – það er þingræðið – fái til dæmis að kjósa stjórn í ríkisbanka og ríkisstofnanir. Í tölum Þorsteins Magnússonar kemur margt fróðlegt fram. Þar sést að umræður utan dagskrár hafa farið fram 84 sinnum á árunum 83–87 en 474 sinn- um árin 95–07. Þá hafa svokallaðar umræður um störf þingsins alls verið 381 sinni 99–07. Þetta tvennt sýnir aukin umsvif og áhrif stjórnarandstöð- unnar – en ekki er víst að það sé allt til bóta fyrir þingræðið. Hér er ekki pláss til að ræða það. En umhugsunarvert má það vera af hverju alltaf er verið að setja lög. Er ekki allt of mikið sett af lögum? Þarf endalausa lagasetningu – yfir 1500 lög 92–05? Stjórnmálafræðin tekur yfir lang- stærstan hluta ritsins; alls um 285 síður; framlag Þorsteins er um 160 síður, en Stefaníu Óskarsdóttur um 125 síður. Sagnfræðingurinn Ragnheiður skrifar liðlega 72gja síðna samantekt og lög- fræðingurinn Ragnhildur tæplega 70 síður. Lygnir og lagnir Ragnheiður Kristjánsdóttir fjallar um sögu þingræðisins og annast þar með sagnfræðiþátt ritsins. Ragnheiður tekur saman skemmti- legan kafla um efasemdir um þingræðið. Þær hafa nefnilega alltaf verið til þó að flestir tali um þingræðið núna eins og vatnið og andrúmsloftið. Þeir sem hafa efast um þingræðið hafa ýmist komið frá hægri eða vinstri – lengst til hægri eða lengst til vinstri. Kommúnistaflokk- urinn bauð ekki fram bara til að fá þingmenn – það var svo sem allt í lagi að fá þingmenn – en aðaltilgangur þeirra var að taka þátt í kosningabarátt- unni og hafa þannig áhrif. Þessi þáttur kosningabaráttunnar að hafa málefnaleg áhrif var alltaf stór þáttur af kosninga- baráttu Alþýðubandalagsins: Hana átti að nota til að koma boðskapnum á framfæri til lengri tíma; ekki bara til að fá atkvæði. Hægri menn voru margir gagnrýnir á þingræðið eins og gjörla má lesa um í blaðinu Mjölni sem þjóðernissinnar gáfu út. Fróðlegt er að lesa um gagnrýni þeirra nafnanna Guðmundar Finnboga- sonar og Hannessonar á þingræðið. Það sem þeim fannst að var ekki síst það að stjórnskipunin tryggði ekki þá ein- drægni og samvinnu einstaklinganna sem þyrfti til að viðhalda heilbrigðu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.