Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 31
„ M a ð u r þa r f e k k i a ð s k r i fa f y r i r s k ú f f u n a“ TMM 2012 · 2 31 Harukis Murakami og skáldsögu hans Harð-soðið undraland og Endimörk heimsins. Með því að bera saman brot úr textunum tveimur má fá hugmynd um það hvernig úrvinnslu Sölva Björns er háttað: Úr Harð-soðnu undralandi og Endimörkum heimsins: „Langur gangur, finnst þér ekki?“ Ég reyndi að brjóta ísinn. Hún leit á mig en hélt áfram göngu sinni. Ég giskaði á að hún væri tuttugu eða tuttuguogeins. Afgerandi línur, breytt enni, bjart litaraft. Það var þá sem hún sagði, „Proust“. […] „Marcel Proust?“ spurði ég. Hún virti mig fyrir sér. Svo endurtók hún, „Proust.“ […] Það sem ég fékk ekki skilið voru tengslin milli þessa langa gangs og Marcel Proust[.] Kannski notaði hún Marcel Proust sem myndhverfingu fyrir lengd gangsins. En þó maður gæfi sér það væri það samt ekki dálítið langsótt – jafnvel tillitslaust – að taka svona til orða? Nú, ef hún notaði þennan langa gang sem myndhverfingu fyrir verk Marcels Proust þá gæti ég fallist á það. En andhverfan var fáránleg. Gangur sem var eins langur og Marcel Proust?13 Úr Fljótandi heimi: Ég hugleiddi hvort húsið væri drifið áfram með rafmagni eða, eins og algengt var um tæki í suðlægari löndum, af áfengi, og þá hvaða áfengistegund hefði orðið fyrir val­ inu. Jack Daniel’s, hvíslaði rödd úr hátalarakerfi lyftunnar. Að lokum stöðvaðist hún og ég steig út á langan, upplýstan gang, ekki ólíkan undirmeðvitund Dostojevskís. Undirmeðvitund Dostojevskís. Ég hafði enga hugmynd um hvaðan tilfinningin kom en gat ekki lýst henni öðruvísi. Í nálægð var lykt af hitasótt. Sjálfur var gangurinn óaðfinnanlega hreinn og flúorlýstir speglar eftir endilöngu. Í loftinu ‒ ég tók fyrst eftir þessu núna – í loftinu stóð skrifað skýrum stöfum, margsinnis eftir því sem gangurinn lá lengra inn í birtuna: T.S. Eliot, T.S. Eliot, T.S. Eliot.14 Rétt eins og Harð-soðið undraland og Endimörk heimsins gerist saga Sölva Björns á tveimur ólíkum veruleikasviðum. Á öðru er sögð Reykjavíkursaga af ungum stúdent sem kynnist dularfullri stúlku sem hverfur. Hún hefur gríðarlega sterk áhrif á stúdentinn, líf hans og þroska og mótar hann fyrir lífstíð. Leið hans til að vinna úr þessari reynslu er að hverfa inn í skáldskap sem hún hafði kynnt hann fyrir; þar er hitt veruleikasviðið. Hann fetar braut milli þessara tveggja heima að því sem raunverulega hefur átt sér stað: „Ég er að gera tilraunir með form. Ég er að vinna úr sömu pælingum og ég lagði á hilluna nokkrum árum áður þótt tilraunin hér snúi líka að því að skrifa frásagnarbókmenntir frekar en bara fræðilega skáldsögu. Ég var líka að vonast til að geta skrifað öðruvísi bók en íslensk bókmenntahefð síðustu áratugina hefur verið hvað mest upptekin af. Fara burt frá hinu þjóðlega til hins alþjóðlega og burt frá hinu íslenska til hins ungæðingslega, inn í popp­ kúltúr. Að baki lá endurnýjunarþörf en um leið er þetta stúdía á áhrifum frá öðrum höfundum, hvernig maður vinnur úr þeim í sínum eigin skáldskap.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.