Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 32
H a u k u r I n g va r s s o n 32 TMM 2012 · 2 Ég geri þá pælingu að hluta af frásögninni sjálfri – að þessu leyti er þetta meta­skáldskapur. Fyrir mig persónulega var þetta lausn frá öllum þessum strúktúralísku, fræðilegu hugmyndum sem höfðu leitað framrásar svo lengi. Ég var mikið að grúska í Roland Barthes og Juliu Kristevu og T.S. Eliot; fólki sem skrifaði um það hvernig skáldskapur verður til. Kundera var líka áhrifavaldur hvað varðar vegferð höfundarins og hvernig maður finnur fyrir öllum þessum áhrifum sem maður verður fyrir sem ungur höfundur. Tilraunirnar og hugmyndirnar í bókinni eru ansi margar og kannski að einhverju leyti of margar. En þetta er niðurstaða af ákveðnu tímabili.“ Á síðustu árum hafa komið út bækur þar sem höfundar hafa vikið frá íslensku gullaldarmáli með markvissum hætti. Skýrt dæmi um þetta er Hið stórfenglega leyndarmál Heimsins (Bjartur 2006) eftir Steinar Braga þar sem höfundur sækir fyrirmyndir til þýðinga af ‚ódýrustu sort‘ og ljær texta sínum þannig framandlegan blæ. Sölvi Björn bendir á að Bragi Ólafsson hafi gert tilraunir með stílfært bókmál og formlega texta á borð við viðskiptabréf í bæði skáldsögum sínum og ljóðum og sjálfur setur hann Fljótandi heim í samhengi við verk þessara höfunda: „Í þessari skáldsögu var markmiðið að skrifa ekki þessa háklassísku lýrísku íslensku sem getur verið svo falleg að hún yfirskyggir frásögnina með orðfæri sínu. Mig langaði til að skrifa annars konar tungumál og ég skrifaði beinlínis nokkrar blaðsíður þannig að fyrst skrifaði ég paragröf á ensku og þýddi þau svo eftir á. Þetta var tilraun til að búa til fjarlægari stíl. Ég hætti mikið til að lesa íslenskan skáldskap um þetta leyti og las alþjóð­ legar bókmenntir á ensku. Og mér fannst að íslenskar bókmenntir þyrftu á því að halda að vera brotnar aðeins upp. Ég held reyndar að það hafi gerst síðla á tíunda áratugnum að menn fóru að feta brautir sem ekki höfðu verið farnar áður, menn eins og Bragi Ólafsson og fleiri, Steinar Bragi kannski að einhverju leyti seinna meir og svo mjög margir höfundar í dag. Mér finnst mikil gróska og rík flóra um þessar mundir og fjölbreyttari held ég en fyrir tíu til fimmtán árum síðan þegar frásagnarbókmenntir og íslenska hefðin voru allsráðandi, að mínu mati alla vega..“ Eva Briem Þórarinsdóttir og lífið. Þetta yrði metsölubók Skáldsagan Síðustu dagar móður minnar (Sögur 2009) er það verk Sölva Björns sem hann er sjálfur sáttastur við. Bókinni var líka einkar vel tekið af gagnrýnendum, t.d. Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur í Fréttatímanum og Bergsteini Sigurðssyni í Fréttablaðinu sem sagði þetta vera „hans slípaðasta verk til þessa og frómt frá sagt eitt besta íslenska skáldverkið í ár“.15 Í bókinni segir frá Hermanni Willyson, kölluðum Dáta, sem flytur heim til móður sinnar eftir að ‚hamingjan snýst gegn honum og ástleysið sparkar í hann‘. Áður hafði hann búið með konu „sem lét ódrukkin hvarfla að sér að sofa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.