Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 43
S a m t a l y f i r t v ö þ ú s u n d á r TMM 2012 · 2 43 Cervantes, Shakespeare, Goethe, Milton og mýmörg fleiri skáld (Brown, 1999). Ef við lítum okkur nær í tíma má sjá ummyndunarminnið (metamorphosis) í Hamskiptum Kafka, Christoph Ransmayr vinnur úr Ummyndunum í merkilegu skáldverki sínu Hinsti heimur, og af íslenskum verkum má auk Skugga-Baldurs Sjóns nefna Argóarflísina frá 2005 eftir sama höfund. Að bera kennsl á áhrif eða tengsl milli tveggja eða fleiri höfundarverka þarf ekki endilega að leiða til þess að lesandinn skilji verkin betur eða kunni betur að meta þau. Til þess að svo megi verða þarf að vera til staðar gagn­ kvæmt og kraftmikið samspil af einhverju tagi, einhverskonar víxláhrif, ef tengslin eiga að vera merkingarbær og bæta skilning manna á verkinu eða hafa áhrif á hvernig menn túlka það. Það er hægt að líta á sérhvert verk sem upptöku og umbreytingu annars texta; að hver texti sé einhverskonar samræða við bókmenntahefðina, lestur á henni og jafnvel andsvar.1 Hér á þessum síðum eru áhrif Ummyndana á Skugga-Baldur í brennidepli, en hafa ber í huga að samband þessara tveggja verka er gagnkvæmt. Skugga- Baldur, sem og hvert og eitt verk sem felur í sér endurritun á Ummyndunum, skilyrðir lesturinn á þessu forna verki með því að setja ákveðna hluta þess í forgrunn, varpa nýju ljósi á einstaka þræði þess eða draga fram þætti sem áður voru huldir. Um leið breytast væntingar lesandans þegar hann sest niður og les Ummyndanir eða önnur verk sem vísa til Ummyndana, og þar með breytist líka viðtökusaga verksins. Í Skugga-Baldri eru vísanir í þjóðsögur, ævintýri, íslenska rómantík og margt fleira sem gefur verkinu merkingarauka. En hér verður þess freistað að sýna fram á að þungamiðja Skugga-Baldurs hvíli á endurritun á goðsögum úr Ummyndunum Óvíðs – og að Ummyndanir séu einn af lyklunum að skilningi á Skugga-Baldri. Í þessu skyni verða skoðaðar þrjár goðsögur sem og hinn heillandi merkingarheimur fugla í verki Óvíðs. Til þess að rekja áhrifin og skilja er vænlegast að fara fyrst allt aftur að grunni Ummyndana. Omnia mutantur, nihil interit Lykillinn að skilningi hins stóra samhengis Ummyndana er fólginn í ljóði sem birtist aftarlega í verkinu, í fimmtándu bók (Kristján Árnason, 2009a, Wilkinson, 1962 og Otis, 1966). Þetta tiltekna ljóð sker sig frá öðrum ljóðum verksins því það hefur ekki að geyma goðsögu heldur langan fyrirlestur einnar persónu, forngríska spekingsins Pýþagórasar. Þar setur hann fram hugmyndina um breytileika heimsins – að ekkert í heiminum haldi mynd sinni óbreyttri. Hin eina fasta stærð sem ekki breytist sé sálin, hún færi sig úr einum líkama í annan, frá manni í dýr og úr dýri í mann. Þegar menn éta kjöt eru þeir að éta bólstað annarrar sálar, samkvæmt Pýþagórasi, því andinn glatast ekki heldur sest að í öðrum líkama. Kjarninn er sá að ekkert glatist í heiminum, það breytist aðeins og endurnýjar ásýnd sína. „Omnia mutantur, nihil interit,“ segir Óvíð (Metamorphoses 15.165); allt breytist, ekkert eyðist.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.