Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 44

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 44
B r y n j a Þ o r g e i r s d ó t t i r 44 TMM 2012 · 2 Þannig er hugmynd Pýþagórasar sú að heimurinn sé óstöðugt kerfi sem sífellt breyti um form, og breytingin er hluti af eðlilegum farvegi hlutanna – líkt og árstíðirnar sem taka við hver af annarri. Til stuðnings kenningu sinni vísar Pýþagóras til raunveruleikans allt um kring: Lirfur breytast í fiðrildi, egg breytast í fugla, örsmáar lífverur spretta upp úr dauðum líkömum með tímanum. Ummyndanirnar í verki Óvíðs eru um 250 talsins, og af öllu tagi. Oftar en ekki má sjá hvernig hin líkamlega ummyndun verður einskonar leiðrétting á útliti persónunnar til samræmis við innræti hennar – eða pers­ ónan lendir í mikilli lífsreynslu í sögunni sem setur mark sitt á hana upp að því marki að líkamleg ummyndun verður eins og rökrétt framhald af þeirri reynslu. Þetta sjáum við ljóslega í Skugga-Baldri í ummyndun tveggja af þremur aðalpersónum verksins, séra Baldurs og Öbbu. Skolli sýnir eðli sitt Séra Baldur Skuggason er fyrirlitlegur óþokki, um það er engum blöðum að fletta. Fyrir framhlaðning og poka af höglum selur hann hollenskum sjó­ mönnum tólf ára þroskahefta dóttur sína, Öbbu, sem þeir beittu hræðilegu ofbeldi. Hann er kaldlyndur og grimmur þrátt fyrir hempuna og gengst upp í valdinu, fer með sóknarbörnin sín á bakvið kirkjuna og lemur ef þau eru með óróa við guðsþjónustu. Þá sendir hann aumingjann Hálfdán að sækja lík ástvinu sinnar án þess að láta svo lítið að segja honum hver dó. Nafn hans er táknrænt, því orðið skuggabaldur er notað yfir illan anda eða myrkramann, og skuggabaldur er samkvæmt gamalli íslenskri þjóðtrú illvættur, afkvæmi tófu og fresskattar, sumir segja kattar og hunds (Skoffín, skuggabaldur og urðarköttur, 1954). Með þetta innræti er ummyndun Baldurs Skuggasonar í hið grimma og undirförla rándýr, ref, því rökrétt skref, sé tekið mið af Ummyndunum Óvíðs. Tengsl þessarar ummyndunar við Lýkaon, fyrstu ummyndun manns í dýr í verki Óvíðs, liggja beint við. Lýkaon var heldur óskemmtileg persóna, miskunnarlaus harðstjóri með dýrslegt útlit, grátt hár og æði í augum. Nafn hans er dregið af gríska orðinu „lykos“ sem þýðir úlfur. Hann reynir að bana guðinum Júpíter sem í hefndarskyni kveikir í heimili hans. Lýkaon flýr og tekur þegar að ýlfra þegar út er komið. Föt hans breytast í feld, handlegg­ irnir í framfætur. Trúr eðli sínu leggst hann á húsdýrahjarðir, enda áfram haldinn miklum blóðþorsta. Ummyndaður í úlf heldur hann mörgum fyrri einkennum: „það eru sömu gráu hærurnar, sami tryllti svipurinn, sömu nístandi augun, sama svipmót dýrslegrar grimmdar“ (Ovidius, 2009, bls. 36). Þegar Baldur Skuggason ummyndast í ref er því lýst nákvæmlega. Hann hamflettir dauða tófu, brýtur útlimina úr liðunum, rífur nefið frá höfuð­ kúpunni, togar og tætir, og slítur dýrið úr mórauðum pelsinum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.