Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 59
„ Þ v í a ð e l s k a n e r s t e r k , e i n s o g d a u ð i n n “ TMM 2012 · 2 59 Að endurheimta lífið: Orfeus, Evridís, Ekkó og Narkissus Á 20. öldinni fékk tregaskáldskapur byr undir báða vængi. En á sama tíma og dauðinn verður að algengu yrkisefni bókmenntanna verður hugsunin um dauðann í lífinu fjarlægari.3 Jahan Ramazani orðar það svo í upphafi bókar sinnar Poetry of Mourning: „Guð er kannski dauður en hinir dauður hafa orðið að guðum í augum margra nútímaskálda.“4 Vangaveltur Ramazani um fjarveru dauðans úr hugsun nútímamannsins eru áhugverðar, og ekki síst endurkoma dauðans í listinni. Það er ekki rými í daglegu lífi fyrir sorgina. Treginn fær því pláss í bókmenntum. Dauðinn er viðfangsefni sem hugsun og menning þurfa að nálgast með tækjum og tækni listarinnar. Viktor Shklovskij (1893–1984) segir helsta hlutverk listarinnar vera að hjálpa lesanda að upplifa nánasta umhverfi sitt á nýjan leik. Samkvæmt Shklovskíj er listin leið til þess að endurheimta tilfinn­ inguna fyrir lífinu. Skynjunarferlið er hið listræna markmið, að gera vanann framandi og skynjun athafna svo nýja að sérstakt næmi skapist.5 Sviðsetning dauðans í listinni býr yfir möguleikum og skynjun hins ómögulega.6 Í 10. og 11. bók Ummyndana eftir Óvíd (43 f.Kr.–17/18 e.Kr.) er að finna goðsögnina um Orfeus og Evridísi, sem er meðal þekktari sagna úr verki Óvíds og fjallar um samband skáldskapar, ástar, dauða og ódauðleika. Sagan er harmræn klassík, og ekki einungis vegna hlutskiptis þessara elskenda, heldur vegna þess að henni tekst að verða að öllum ástarsögum heimsins í sinni skapandi endurtekningu.7 Orfeus kallar til brúðkaupsguðinn Hýmeneus en ekki fer brúðkaupið eins og ætlað var. Orfeus og Evridís eru nýgift er höggormur bítur í hælinn á Evridísi og hún deyr samstundis.8 Í upphafi 10. bókar er skáldið Orfeus harmi sleginn og tekur þá áhættu að fara niður til Hadesarheima, til að reyna að eiga við skuggana eins og segir í textanum.9 Með fögrum og auðmjúkum söng og hörpuleik biður Orfeus undirheimaguðinn Hades og hina fölu Persefónu konu hans um að fá að endurheimta brúði sína frá ríki hinna dauðu og minnir meðal annars á að undirheimahjónin hafi sameinast í ást. Við söng hans tárast allir hinir blóðlausu andar Hadesarheima. Hjónin Hades og Persefóna geta ekki neitað bóninni sem býr í þessum hrífandi söng Orfeusar, en setja þau skilyrði að á leið þeirra upp frá undirheimum megi hann ekki líta aftur fyrir sig á Evridísi, því annars falli hún aftur niður í ríki hinna dauðu. Og ekki gat drottning Undirheima fengið sig til að synja honum um þessa bón, og ekki heldur sá sem konungstign hefur þar neðra. Þau kalla til sín Evrýdíku. Hún var meðal nýkominna svipa og gekk hægum skrefum vegna sárs síns. Og hinn þakverski Orfeifur fékk hana með þeim skilmála að hann mætti ekki líta um öxl til hennar fyrr en þau væru komin út úr Avernusdal, ella gengi hún honum úr greipum.10 Þegar þau eru við það að nálgast brún hins bjarta heims, verður Orfeusi órótt og hann lítur við og með því deyr Evridís öðru sinni og hverfur aftur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.