Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 61
„ Þ v í a ð e l s k a n e r s t e r k , e i n s o g d a u ð i n n “ TMM 2012 · 2 61 steinum, en í sköpun heimsins í verkinu verður mannkynið til úr grjóti. Hún sést hvergi en heyrist alls staðar eins og bergmálið.16 Narkissus tærist einnig upp, bráðnar smám saman af ást, af sínum eigin loga. Hann þráir dauðann, að losna úr líkama sínum. Hann mælir við eigin spegilmynd: Ég brenn af ást til mín, ég kveiki logann og loga sjálfur. Hvað get ég gert? […] Ó, ég vildi að ég gæti sagt skilið við þennan líkama okkar! Það er nýtt að elskandi skuli óska eins og ég: ég vildi að það sem við elskum væri fjarri mér […] Dauðinn er mér ekki þungbær, því hann leysir mig undan þjáningunum. En ég vildi að sá sem ég elska yrði langlífari. Nú gefum við upp öndina báðir í einu.17 Þessar tvær goðsögur hafa orðið lífseigur efniviður í tregaskáldskap og túlkun á sambandi skáldskapar við dauða og ást. Ferðin frá myrkri dauðans til ljóss lífsins er þekkt minni. Ferð elskendanna endar hins vegar aftur í myrkri, en þar fá þau þó að eigast, í dauðanum og þar með og ekki síst í skáldskapnum. Samkvæmt útleggingu Blanchots á hinni fornu goðsögn hefjast skrif skálda við augnablik þrárinnar, en það er augnablikið þegar Orfeus lítur á Evridísi rétt áður en þau komast upp úr myrkri dauðans, upp á brún hins bjarta lífs og rétt áður en hann missir ást sína í annað sinn til dauðans. Kenningar Blanchots um skáldskaparmálið og sköpunarferlið liggja hér til grundvallar. Í augnablikinu er Orfeus lítur um öxl býr bæði gjöf og fórn samkvæmt Blanchot.18 Segja má að þetta séu lykilhugtök goðsagnarinnar. Evridís er listaverk Orfeusar, sú sem skáldskaparsöngur hans fjallar um. Hann dregst að henni og þráir líkt og listamaður er dreginn að verki sínu og sinni eigin andagift.19 Fórnargjöfin er einnig lykillinn að íslensku ljóðsögunum sem nú verður vikið að. Í báðum sögunum er ljóðmælandi skáldkona. Þar er kynhlutverk­ unum snúið við og sjá má konu í tregafullu hlutverki Orfeusar. Að fæða sína goðsögu: Blysfarir Blysfarir er ljóðsaga eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. Hún kom út árið 2007 hjá Forlaginu og er fjórða ljóðabók Sigurbjargar. Bókin vakti verðskuldaða athygli og var til að mynda tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norður­ landaráðs árið 2009. Þegar lesandi stígur inn í skáldskaparheim Blysfara sér hann fyrir sér aðskilið höfuð Orfeusar syngjandi söngva um sína Evridísi í Hadesar­ heimum. Hér er ljóðmælandinn kvenkyns í hlutverki skáldsins Orfeusar og elskhugi hennar, sem er dópisti, er í hlutverki Evridísar. Hann er einnig, líkt og Evridís, verkið sjálft, það sem skapast eftir að hann hverfur. Máttur skáldskaparins fæðir af sér nútímagoðsögu sem situr á herðum hefðarinnar. Goðsagan, tragísk ástarsagan um Orfeus og Evridísi í Ummyndunum Óvíds býr hér í tortímandi ástar­ og draugasögu Blysfara. Ljóðmælandi dregur lesanda með í minningarferð, í blysför. Lýst er sam­
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.