Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 73
„ Þ v í a ð e l s k a n e r s t e r k , e i n s o g d a u ð i n n “
TMM 2012 · 2 73
36 Þótt parið í Sögu augans séu ekki eiturlyfjaneytendur þá líkist tortímandi atferli þeirra hegðun
eiturlyfjapara úr öðrum sögum, fyrir utan kynlífið sem virðist fara lítið fyrir þegar neysla
vímuefna verður mikil, en í Sögu augans verður kynlífið að eins konar dópi. Bataille minnti
einnig á gamla tengingu fullnægingar og forgengileika, en fullnæging er gjarnan kölluð „litli
dauði“ á frönsku. En dæmi um bókmenntir sem fjalla um ástarsambönd eiturlyfjasjúklinga
eru til dæmis sjálfsævisöguleg saga Kristjönu F og Detlefs í Dýragarðsbörnin (Wir Kinder vom
Bahnhof Zoo, skráð eftir segulbandsupptöku af Kai Hermann og Horst Rieck) sem samnefnd
kvikmynd var gerð eftir af leikstjóranum Uli Edel árið 1981. Í Blysförum er vísað til lestarstöðv
arinnar Bahnhof Zoo þar sem þau héldu sig (76). Einnig mætti nefna pör í kvikmyndum eins
og Harry og Marion í Requiem for a Dream (2000) eftir Darren Aronofsky, kvikmynd sem er
gerð eftir sögu Hubert Selby Jr. og lýsir átakanlegum heimi og niðurbroti fíknarinnar. Einnig
söguna af tortímandi ást þeirra Don og Candy í Candy (2006) eftir leikstjórann Neil Armfeild
sem gerð er eftir sögu Luke Davies, Candy: A Novel of Love and Addiction (1998), en í báðum
tilfellum eru báðir elskendur ástarsambandsins eiturlyfjaneytendur og ástin bundin dauðanum
varanlegum böndum.
37 Sigurbjörg Þrastardóttir. 2007:14.
38 Sama rit:11.
39 Sama rit:26.
40 Óvíd. 2009:3. bók:103.
41 Guðni Elísson. 2009:171–2.
42 Ljóðaljóðin. 1971:(Kapítuli 8:6):118.
43 Sigurbjörg Þrastardóttir. 2007:65.
44 Sigurbjörg Þrastardóttir. 2007:11.
45 Sama rit:101.
46 Sama rit:128.
47 Sama rit:40.
48 Sama rit:59.
49 Sama rit:147.
50 Það er athyglisvert að meðgangan og/eða fæðingin mun kannski taka 22 daga. Hér gæti verið
um enn frekari vísun í tengsl skáldskapar/sköpunar og dauða sem og í fórnargjöfina sem falin
er í fagurfræði verksins í heild sinni. En í nýlegri grein Guðna Elíassonar um lista í ljóðum
eftir Sjón „Við ysta myrkur“ er meðal annars fjallað um ljóð Sjóns: „fórnargjafir handa 22
reginöflum“ úr bókinni myrkar fígúrur. Þar er vísað í tuttugu og tvær fórnargjafir, minnislista
dauðans sem og birtingarmyndir guðdómsins í kabbalafræðum. Guðni Elísson. 2011:77.
51 Sigurbjörg Þrastardóttir. 2007:77.
52 Óvíd. 2009:3. bók:103.
53 Sigurbjörg Þrastardóttir. 2007:147.
54 Andstætt því að líta á sköpunarferlið frá myrkri til ljóss (sem ég kýs að gera í yfirfærðri
merkingu) lítur Blanchot á það ferli frá degi til nætur. Sú nótt sem Blanchot talar um er rými
skrifanna, sem hann einnig kallar rými dauðans. „In the night, everything has disappeared.
This is the first night […] But when everything has disappeared in the night, „everything
has disappeared“ appears. This is the other night. Night is this appariation: „everything has
disappeared.“ It is what we sense when dreams replace sleep, when the dead pass into the deep
of the night, when night’s deep appears in those who have disappeared.“ Blanchot. 1989:163.
Ferli skrifanna, samkvæmt Blanchot, er sú ferð frá dagsbirtunni og inn í myrka nótt, þá sem
hann kallar aðra nótt. Það að Orfeus og Evridís sameinist ekki í ljósinu, heldur eigist í dauð
anum endurspeglar, samkvæmt kenningum Blanchots rými skrifanna og verkið sem býr í
sköpunarferlinu, í huganum, er aldrei klárað. Sjá: Blanchot. 1989:88–89. Því er Evridís ávallt
tengd dauðanum. Kalla mætti kenningu Blanchot: óendanlega ást á hugsuninni.
55 Ljóðaljóðin. 1971(Kapítuli 8:6):118.
56 Óvíd. 2009:10. bók:276.
57 Sama rit:276–279.
58 Linda Vilhjálmsdóttir. 2000:8.
59 Alda Björk Valdimarsdóttir. 2006:199–203. Þess má geta að Sigmund Freud greindi lífshvötina
og dauðahvötina sem andstæður í grein sinni „Handan vellíðunarlögmálsins“ en sú skýra